föstudagur, desember 16

jólin jólin bókstaflega alls staðar

Það eru ekki bara Hraun sem gefa út jólaplötur fyrir vini og vandamenn. Sufjan Stevens hefur bæst í hópinn og jólalagasafn hans má m.a. sækja hér. Og hér eru þrjú sýnishorn, tvö þeirra eru ægifögur jólalög með banjóundirleik. Einhvern veginn hef ég aldrei tengt banjó við jólin, en kannski verður nú breyting á. Síðasta lagið er lítill laglegur bjöllukór. Jájá, jólastemning, jólastuð. Þetta er nú engin hemja.
Sufjan Stevens - O Come O Come Emmanuel
Sufjan Stevens - O Holy Night
Sufjan Stevens - Angels We Have On High

Engin ummæli: