miðvikudagur, desember 21

Varríus er með gáfaðri mönnum og hefur að auki skoðanir á mörgu. Umfjöllun hans um biffflíuna er alveg þess virði að lesa, og svo hefur hann ritað snilldarpistil um jólasveininn og Flóka.

Talandi um dv og jólasveininn. Leiðari Jónasar í gær var alveg ótrúlega hálfvitalegur. Alveg furðulegt að maðurinn skuli komast upp með að þykjast vera greindur. Hvernig hann kemst t.d. að þeirri niðurstöðu að þetta jólsveinaskógjafakjaftæði sé starfsfólki á leikskólum að kenna is beyond me. Og það er greinilegt að hann hefur eitthvað ruglast á fjölda jólasveinanna ef hann heldur að fólk gefi börnum í skóinn í heilar fjórar vikur. En alltaf gaman þegar menn gera sig að fífli út af einhverju jafn ómerkilegu.

Engin ummæli: