föstudagur, janúar 13

gláp

Bloggleti og ekki bloggleti. Aðallega stafar þetta þó af nánum kynnum núðlusúpu með won ton bragði og fartölvunnar minnar, og núna virkar lyklaborðið ekki. Og ég kann ekki við að blogga mikið í vinnunni. Allavega, sé fram á að næsta helgi verði aldrei þessu vant algerlega laus við hvers kyns skyldur, og þess vegna ætla ég að leggjast í vídeógláp og gera helst ekki neitt annað. Samstarfsmaður minn kom færandi hendi með ýmsa DVD diska, eins og Alan Partridge og Singing Detective (þættina, ekki bíómyndina).

Annars er bloggið hans Bibba aðalbloggið þessa dagana, enda mikill snillingur á ferðinni. Mæli sérstaklega með þessari sögu hér.

Engin ummæli: