laugardagur, janúar 28

glæpur...

Fór að sjá Glæp gegn diskóinu í gær með fríðu föruneyti. Og sýningin sú er í einu orði sagt frábær. Sýnir að það eina sem þarf til að búa til góða leiksýningu er einn leikari. Þrír einleikir, sem að lokum tengjast allir innbyrðis, frábærir leikarar, frábær leikstjórn. Engir leikmunir og engar aðrar persónur á sviðinu, bara einn leikari sem býr til allt umhverfi með látbragðinu, og það þarf ekki meira. Leikmyndin var í rauninni óþörf

Svo héldum við fríða föruneytið á Kringlukrána, þar sem íslenskur veruleiki birtist í allri sinni fegurð. Miðaldra söngvari með stóra bumbu söng íslensk dægurlög og sló á kúabjöllu og félagi hans raddaði og hamraði á skemmtara. Og fólkið söng og dansaði með. Næst þegar útlendingar koma í heimsókn ætla ég að fara með þau á Kringlukrána til að sjá íslenskt skemmtanalíf eins og það gerist best. Hrökkluðumst á endanum niður í bæ, drukkum og sumbluðum langt frameftir. 11 hefur tekið við af 22. Ölstofan jafntroðin og venjulega. En gaman var það.

Engin ummæli: