miðvikudagur, janúar 18

Helena og Kapítóla

Ég man eftir Leyndarmáli Helenu. Að vísu ekki því nafni, en lýsingin hljómar kunnuglega. Var þetta ekki einn af þessum þáttum sem Órator, félag laganema, gerði fyrir sjónvarpið á 9. áratugnum? Helena var grasekkja sem hélt partí (gott ef kallinn var ekki á sjónum), og hrinti einhverri stúlku niður af svölum. Verjandinn reyndi að fá dóminn mildaðan á þeim forsendum að þetta hefði verið gert í stundarbrjálæði. Meira man ég ekki.

Bætti við smá vídeói í YouTube. Þarf reyndar að laga það eitthvað til, þetta leit mun betur út í tölvunni minni heima. Tékka á því í kvöld.

Engin ummæli: