sunnudagur, janúar 29

það var mikið!

Fékk eftirfarandi sms í gærkvöldi:
Fædd stelpa.
Tæpar 15 merkur og 49 sm.
Fæðing gekk ILLA. En er aflokið og allir á lífi.

Siggalára og Árni fá innilegar hamingjuóskir með dótturina og Róbert með litlu systur. Hún lét bíða eftir sér en væntanlega hefur þetta verið þess virði. Efast ekki um að einhver frásögn birtist á orðabókinni von bráðar. Og gaman að vita til þess að stúlkan á sama afmælisdag og Íris, búningameistari Hugleiks, sem ég var einmitt í afmæli hjá í gær. Ekki leiðum að líkjast þar.

Engin ummæli: