mánudagur, febrúar 27

tími uppgötvana

Ég er að gera eitthvað svo margar uppgötvanir þessa dagana, bæði um sjálfan mig og aðra. Held ég sé að reyna að segja að mér þyki gaman að lifa þessa dagana. Alltaf gaman þegar lífið, annað fólk og maður sjálfur kemur manni skemmtilega á óvart, að maður tali nú ekki um þegar það gerist trekk í trekk.

sunnudagur, febrúar 26

sunnudagsskammturinn...

Mér áskotnaðist þetta í gær, en svosem búinn að vita af lengi. Rússneska hljómsveitin Lube Ljúba (vona að ég muni nafnið rétt). Nú hef ég ekki hugmynd hvað lögin heita á rússnesku, en fyrra lagið gengur almennt undir nafninu "Hestalagið" vegna þess að það fjallar víst um hest. Ansi magnaður foli, ef eitthvað er að marka tónlistina. Seinna lagið er einfaldlega rússneski þjóðsöngurinn, sem er tvímælalaust kandídat í að vera flottasti þjóðsöngur í heimi. Og nú er bara að sturta í sig einni flösku af vodka, hugsa um eitthvað sorglegt og gráta með Ljúba.
Lube - Kon' (Hestalagið)
Lube - Rússneski þjóðsöngurinn

föstudagur, febrúar 24

aðdáendur donnie darko athugið

Með Sunday Times þessa vikuna fylgir Donnie Darko, Directors Cut á DVD. Og fyrir ykkur hin sem hafið ekki séð Donnie Darko, eftir hverju eru þið að bíða? Reyndar hefði ég átt að setja hana á listann um daginn yfir myndir sem ég get séð aftur og aftur.

Annars mæli ég með þessu, að íslensk dagblöð láti dvd-myndir fylgja sunnudagsblöðunum. Reyndar er undarlegt, miðað við tæknisýkina í íslendingum, hvað þeir hafa verið lengi að ná dvd-byltingunni. Fyrst núna sem vhs-spólur eru að hverfa.

B-boy in the rain...

Ef það á að stela á að gera það vel. Og þetta stel finnst mér eiginlega soldið vel. Einn dansaranna sem hausinn á Gene Kelly er skeyttur á heitir David Elsewhere, og hann sést t.d. hér (þriðji dansarinn í rauðu peysunni). Bara ef Sævar hefði nú lært að breika...

miðvikudagur, febrúar 22

ljóð sem ég fæ reglulega óumbeðið í pósti

PHOTOSHOP, OFFICE 2OO3, XP PR0, AD0BE & 200 MORE SOFTWARES FROM 15-70 ONLY promised

companion promised anything. reference purpose studied supposedto, explain happened force thus.
hard suddenly leader window studied?
parents beautiful filled window am. tying or pretty social. different not slow.
black out reference. wrong being night.
bad end somewhere immediate


SAD TO HAVE SHORT D1CCK, BIGGER 2" NOW AT LOW young

letters letters already appearance different?
the news carefully wrong corner.
evening pretty not sugar profession? music thus few immediate profession force?
companion edge purpose? filled next explain?
force she thats companion, shining immediate you


DONT PAY THOUSAND FOR SAME SOFTWARE, WE SELL AT ONLY $15-60 FOR ALL SOFTWARES or

find explain happened shining beautiful disappoint. benefit development off raise promised money. corner money evening somewhere?
immediate or profession.
fire letters parents,
yours money corner slow wanted?
out end latter. drew sugar find, respect sugar leader.

sunnudagur, febrúar 19

mikið var að maður var klukkaður....

4 störf sem ég hef unnið við um ævina: bankagjaldkeri, leikskólaleiðbeinandi, heimasíðugerð, málfarsráðgjöf
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur og aftur: Touch of Evil, Sunrise, Happy Together, Three Kings
4 staðir sem ég hef búið á: Akranes, Madrid, Bald Knob (Arkansas), Reykjavík.
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar: Lost, Alan Partridge, Buffy and the Vampire Slayer, Oranges are not the Only Fruit.
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum: Madrid, Akureyri, Innsbruck, Ísafjörður
4 síður sem ég skoða daglega, (Fyrir utan blogg): Pitchforkmedia.com, slashdot.org, Guardian, elmundo.es
4 matarkyns sem ég held upp á: Súkkulaði (allar gerðir), lambalæri, Masaman-kjúklingur, hamborgari og franskar.
4 bækur sem ég les oft: Hard-boiled Wonderland and the End of the World, Gangandi íkorni, Ísfólkið, His Dark Materials
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna: hjá Andy í Sidney, á djammi í Madrid, í leikhúsi, og einum öðrum stað sem er leyndó
4 bloggarar sem ég klukka: Varríus, Bibbi, Parísardaman, Sigga Árna

laugardagur, febrúar 18

Af því ég hef ekkert betra að gera

Vincent og Marilyn
eftir Tom Robbins

I
Vincent van Gogh skar af sér eyrað og sendi það til Marilyn Monroe.

Marilyn Monroe varð svo snortin að hún yfirgaf allt - framann, sundlaugina sína, mjaðmahnykkinn, símann sinn, sjálfsmorðið, allt - og flutti til Suður-Frakklands til að búa með Vincent van Gogh.

Lifðu þau hamingjusöm upp frá því? Nei, það gerir enginn. En þau þóttust lifa hamingjusöm upp frá því. Og af því að allt verður sem við þykjumst vera, þá er fölsk hamingja alveg jafngóð og þessi raunverulega.

II
Vincent van Goch skar af sér eyrað og sendi það til Marilyn Monroe. Þegar Marilyn Monroe tók utan af pakkanum og sá eyrað brosti hún sínu fræga brosi, eins og kisan sem gleypti bananann. Marilyn Monroe setti eyrað í lítinn bleikan kistil á kommóðunni sinni. Hún tók eyrað stöku sinnum úr kistlinum, gældi við það, blés á það, klóraði því og brosti til þess. Einu sinni hengdi hún það í silfurkeðju og tók það með sér í veislu. Hún hafði alltaf ætlað að senda fallegt þakkarbréf til upphaflegs eiganda en aldrei varð neitt úr því.

Var Vincent van Gogh fífl?

Kannski var Marilyn Monroe fíflið. Þegar öllu er á botninn hvolft gerði Vincent van Gogh þetta af göfuglyndi en Marilyn Monroe fór með gjöfina af léttúð.

III
Vincent van Gogh skar af sér eyrað og sendi það til Marilyn Monroe. Paul Gauguin fannst það hryllilegt. "Þetta var afskaplega smekklaust, Vincent," sagði Gauguin. "Eftir nokkur ár, þegar þú ert dauður, man fólk frekar eftir þér fyrir að hafa skorið af þér eyrað heldur en fyrir fegurðina og sannleikann í list þinni."

Vincent van Gogh gægðist undan sárabindinu á Gauguin og brosti. "Hafðu ekki áhyggjur," sagði hann. "Listin sér um sig sjálf. Og það skiptir mig engu máli hvað heimurinn hugsar um mig þegar ég er dauður. Það sem máli skiptir er lífið. Það sem máli skiptir er ástin. Yeah!"

Daginn eftir losaði Gauguin sig við eiginkonuna og sendi sjálfan sig til Tahítí.

"Aumingja Gauguin," sagði Vincent van Gogh og andvarpaði. "Hann skildi bara helminginn af því sem ég sagði."

IV
Vincent van Gogh skar af sér eyrað og sendi það til Marilyn Monroe. Afskorna eyrað minnti Marilyn Monroe á vaxandi tungl og hún skoðaði það tímunum saman í tungljósinu.

Hún hringdi í Vincent van Gogh. "Hefur tunglið einhverja merkingu", spurði hún.

Vincent van Gogh íhugaði spurninguna. Síðan komst hann að þeirri niðurstöðu að spurningin væri heimskuleg.

Albert Camus skrifar að eina alvöru spurningin væri hvort tíminn hefði upphaf og endi.

Það er augljóst að Camus fór öfugu megin fram úr rúminu þann morguninn og að Robbins hefði átt að gleyma að stilla vekjaraklukkuna.

Það er einungis til ein alvöru spurning. Og spurningin er: Hver veit hvernig hægt er að láta ástina endast að eilífu?

Svarið mér þessu og ég segi ykkur hvort þið eigið að farga ykkur eða ekki.
Svarið mér þessu og ég mun róa ykkur niður við upphaf eða endalok tímans.
Svarið mér þessu og ég upplýsi ykkur um merkingu tunglsins.

V
Vincent van Gogh skar af sér eyrað og sendi það til Marilyn Monroe. Þá skar Marilyn Monroe af sér annað eyrað og sendi það til Vincent van Gogh. Vincent van Gogh skar af sér aðra litlu tána og sendi hana til Marilyn Monroe. Marilyn Monroe sendi honum í staðinn aðra litlu tána sína. Vincent van Gogh skar í framhaldi af því af sér annað augnlokið og sendi henni í pósti. Þegar hann fékk póst til baka fékk hann annað augnlok Marilyn Monroe. Vinátta þeirra varð sífellt heitari.

Þau skiptust á baugfingrum, tungum, nöflum og geirvörtum. Dag einn reif Vincent van Gogh úr sér hjartað og sendi það í hraðpósti til Hollywood... en þá var Marilyn Monroe orðin leið á þessu og stungin af til Tijuana með Warren Beaty.

Vincent van Gogh var eyðilagður. Þrátt fyrir það hefði þetta ekki átt að koma honum svo á óvart. Ástin tekur oft þessa stefnu.

VI
Vincent van Gogh skar af sér eyrað og sendi það til Marilyn Monroe. Þá hugsaði hann sig betur um og varð afar dapur.

"Æ, af hverju var ég með svona sýndarmennsku?", spurði hann. "Eyra er alltof persónuleg gjöf. Og hvað ef henni líkar ekki við eyru? Það hefði verið betra að senda henni fjólur eða eldspýtur. Ég hefði átt að senda henni kartöflur, tannkrem eða fremur breiðan tannbursta. Þetta eyra á eftir að hneyksla hana, það er ég viss um. Ó, ég hefði átt að vera skýrður Vincent van Gauche. Nú klúðra ég öllu aftur."

Mitt í öllum þessum hugleiðingum barst skeyti frá Ameríku: "Virðulegi herra," hófst það. "Kærar þakkir fyrir silkibudduna." Vincent van Gogh andaði léttar. Hann brosti eyrnanna á m... almáttugur!

VII
Vincent van Gogh skar af sér eyrað. Hann vildi senda það til Marilyn Monroe, en vissi ekki hvernig hann átti að fara að því.

Hann hafði ekki efni á því að fara með það í eigin persónu. Þau áttu enga sameiginlega vini. Og ef hann myndi senda það í kvikmyndaverið myndi einhver ritari í grárri dragt henda því í ruslið.
Ætti hann að treysta Railway Express fyrir því? United Parcel Service? Brink's?

Eyra Vincent van Gogh var ástin hans. Þar sem hann gat ekki sent það eftir venjulegum leiðum, fór hann út á akur og sendi það með kráku.

(stolið frá Lechón)

mánudagur, febrúar 6

besta lag í heimi?

Sko, uppáhaldslögin mín eru ekkert endilega öll konsentreraðir bömmerar, þótt þetta lag og það síðasta séu svoleiðis. Allavega, lag úr bíómynd sem hét "The Harder They Come", sá hana einhvern tímann á Rúv fyrir fullti fullti árum Kynntist þessu lagi reyndar fyrst með UB40 og fannst æði, en þessi útgáfa (sem er sú upprunalega) er algjörlega himnesk. Aðalgæsahúðamómentin mín eru þegar röddin kemur inn í upphafi, og þegar bakraddirnar koma inn í fyrsta sinn. Jamm.
Jimmy Cliff - Many Rivers To Cross

sunnudagur, febrúar 5

meira viddjóÞetta finnst þeim bara fyndið sem voru á staðnum. Öðrum finnst þetta sjálfsagt halló. Eins og áður þarf að hafa Flash, og tekur smá tíma að hlaðast niður (það verður eiginlega að horfa til enda).

laugardagur, febrúar 4

besta lag í heimi?

Ég get eiginlega ekki gert upp við mig hvaða útgáfa mér finnst best. Þannig að þær koma hérna allar. Hver um sig hefur eitthvað sem hinar hafa ekki. Lagið er auðvitað eftir þann fyrsta í röðinni.
Jacques Brel - Ne me quitte pas
Nina Simone - Ne me quitte pas
Scott Walker - If You Go Away

föstudagur, febrúar 3

besta lag í heimi?

Hvernig er hægt að velja besta lag í heimi? Tja, það er eiginlega ekki hægt. Ég ætla samt að setja inn nokkur lög sem mér finnst best. Engin rök, bara tilfinningar. Þetta er til dæmis alltaf jafn mikið æði:
Donna Summer (ásamt Giorgio Moroder) - I Feel Love

miðvikudagur, febrúar 1

...munum eftir honum, já já já!

Æi, ég er alveg andlaus þessa dagana. Í fyrsta lagi er ég ennþá að jafna mig eftir helgina, enda ekki á hverri helgi sem bæði föstudagur og laugardagur er tekinn í djamm. Reyndar var þetta frekar melló á laugardaginn, öllu meira drukkið á föstudaginn. En það var fríða föruneytinu að kenna, þær drekka svo mikið og ég svona saklaus og áhrifagjarn sveitapiltur. Sem betur fer slapp ég þó alveg við þynnku. Lærði það nefnilega af vondri reynslu einhvern tímann að maður ætti ekki að fara að sofa eftir djamm á fastandi maga. Þannig að þegar ég kom heim á laugardagsmorgun hafði ég fyrir því að elda mér pastarétt. Og ekkert að einfalda málin neitt, skar niður hvítlauk og brytjaði gráðost útí og veit ekki hvað. Heppinn að hafa alla putta ennþá.

Sorrí, þetta á ekki að vera neitt djammblogg sko. Þá þyrfti ég að fara að skrifa geggt og þússt miklu meira. En mér bara dettur ekki neitt skárra í hug. Svo er ég kannski eitthvað meðvitaður og feiminn af því ég asnaðist til að segja fríða föruneytinu frá blogginu mínu. Og kannski af því að Lesbókin var eitthvað að krukka í þetta. Aðallega er ég þússt bara geggt andlaus. Og bara ógilla eitthvað feeling stupid, jú nó... Og mikið er ég feginn að Ágústa fær að syngja á laugardaginn. Hún kannski bjargar eitthvað þessari hörmungar júróvisjón. Geggt kúl.

Bæ bæ beibís. Set bráðum spænskt popp eða ikka soleis hérna.