föstudagur, febrúar 24

aðdáendur donnie darko athugið

Með Sunday Times þessa vikuna fylgir Donnie Darko, Directors Cut á DVD. Og fyrir ykkur hin sem hafið ekki séð Donnie Darko, eftir hverju eru þið að bíða? Reyndar hefði ég átt að setja hana á listann um daginn yfir myndir sem ég get séð aftur og aftur.

Annars mæli ég með þessu, að íslensk dagblöð láti dvd-myndir fylgja sunnudagsblöðunum. Reyndar er undarlegt, miðað við tæknisýkina í íslendingum, hvað þeir hafa verið lengi að ná dvd-byltingunni. Fyrst núna sem vhs-spólur eru að hverfa.

Engin ummæli: