mánudagur, febrúar 6

besta lag í heimi?

Sko, uppáhaldslögin mín eru ekkert endilega öll konsentreraðir bömmerar, þótt þetta lag og það síðasta séu svoleiðis. Allavega, lag úr bíómynd sem hét "The Harder They Come", sá hana einhvern tímann á Rúv fyrir fullti fullti árum Kynntist þessu lagi reyndar fyrst með UB40 og fannst æði, en þessi útgáfa (sem er sú upprunalega) er algjörlega himnesk. Aðalgæsahúðamómentin mín eru þegar röddin kemur inn í upphafi, og þegar bakraddirnar koma inn í fyrsta sinn. Jamm.
Jimmy Cliff - Many Rivers To Cross

Engin ummæli: