miðvikudagur, febrúar 1

...munum eftir honum, já já já!

Æi, ég er alveg andlaus þessa dagana. Í fyrsta lagi er ég ennþá að jafna mig eftir helgina, enda ekki á hverri helgi sem bæði föstudagur og laugardagur er tekinn í djamm. Reyndar var þetta frekar melló á laugardaginn, öllu meira drukkið á föstudaginn. En það var fríða föruneytinu að kenna, þær drekka svo mikið og ég svona saklaus og áhrifagjarn sveitapiltur. Sem betur fer slapp ég þó alveg við þynnku. Lærði það nefnilega af vondri reynslu einhvern tímann að maður ætti ekki að fara að sofa eftir djamm á fastandi maga. Þannig að þegar ég kom heim á laugardagsmorgun hafði ég fyrir því að elda mér pastarétt. Og ekkert að einfalda málin neitt, skar niður hvítlauk og brytjaði gráðost útí og veit ekki hvað. Heppinn að hafa alla putta ennþá.

Sorrí, þetta á ekki að vera neitt djammblogg sko. Þá þyrfti ég að fara að skrifa geggt og þússt miklu meira. En mér bara dettur ekki neitt skárra í hug. Svo er ég kannski eitthvað meðvitaður og feiminn af því ég asnaðist til að segja fríða föruneytinu frá blogginu mínu. Og kannski af því að Lesbókin var eitthvað að krukka í þetta. Aðallega er ég þússt bara geggt andlaus. Og bara ógilla eitthvað feeling stupid, jú nó... Og mikið er ég feginn að Ágústa fær að syngja á laugardaginn. Hún kannski bjargar eitthvað þessari hörmungar júróvisjón. Geggt kúl.

Bæ bæ beibís. Set bráðum spænskt popp eða ikka soleis hérna.

Engin ummæli: