sunnudagur, febrúar 26

sunnudagsskammturinn...

Mér áskotnaðist þetta í gær, en svosem búinn að vita af lengi. Rússneska hljómsveitin Lube Ljúba (vona að ég muni nafnið rétt). Nú hef ég ekki hugmynd hvað lögin heita á rússnesku, en fyrra lagið gengur almennt undir nafninu "Hestalagið" vegna þess að það fjallar víst um hest. Ansi magnaður foli, ef eitthvað er að marka tónlistina. Seinna lagið er einfaldlega rússneski þjóðsöngurinn, sem er tvímælalaust kandídat í að vera flottasti þjóðsöngur í heimi. Og nú er bara að sturta í sig einni flösku af vodka, hugsa um eitthvað sorglegt og gráta með Ljúba.
Lube - Kon' (Hestalagið)
Lube - Rússneski þjóðsöngurinn

Engin ummæli: