þriðjudagur, mars 21

génération kleenex

Nafnið sem frönsk ungmenni hafa fundið sér. Kleenex-kynslóðin. Notuð til að þrífa skítinn og svo fleygt í ruslið. Þeir sem vilja fylgjast betur með því havaríi geta kíkt hingað. En ég ætla að nota tækifærið og kynna til sögunnar hina frábæru pönksveit Kleenex. Svissneskt stelpupönk af bestu sort. Minnir að Kurt Cobain hafi verið heitur aðdáandi. Og hugsiði nú fallega til krakkanna í Frakklandi (ætli íslenskum ungmennum finnist þau vera klínex? Eða eru þau meira í að kasta nærbuxum fram af svölunum (klámkynslóðin altso)?).

Kleenex - Ain't You
Kleenex - Split
Kleenex - Eisiger Wind

Engin ummæli: