miðvikudagur, mars 22

Niðurstöðurnar eftir hlustun á Víðsjá:

Guðbergur talar af meira viti um bandaríska herinn en flestir aðrir.
Sigga Víðis er Thor Heyerdahl okkar Íslendinga (þetta er meint sem hrós, Heyerdahl var æskuhetjan mín).

Og nóta bene: í fréttum var talað um heimasíðu ETA. Sem er bull, því ETA er ekki með heimasíðu, en hins vegar var sýnd á skjánum tilkynning frá ETA sem birt var í dagblaðinu "Gara", sem er dagblað gefið út í Baskalandi, og er að hluta til á basknesku og að hluta til á spænsku. Og tengist ETA ekki neitt, enda væri þá búið að loka því fyrir löngu (spænsk stjórnvöld voru mjög dugleg í valdatíð Aznars að loka og banna allt sem mögulega gat tengst ETA á einhvern hátt (og merkilegt nokk, þá var dómarinn sem gekk harðast fram í því Baltazar nokkur Garzón, sá hinn sami og varð frægur fyrir að reyna að fá Pinochet framseldan frá Englandi um árið). Talandi um fréttamenn sem nenna ekki að vinna vinnuna sína. Kannski ætti ég að skrifa eitthvað um þetta...

Engin ummæli: