miðvikudagur, mars 8

programme

Mér finnst þetta töff lag. Píanó er vannotað og misnotað hljóðfæri í rokki, það er helst gripið í það í væmnum ballöðum (og reyndar stundum ágætlega gert) en aðrir kostir þess ekkert kannaðir. Hér er því ekki að heilsa heldur hamrað á helvítið eins og lífið liggi við. Og ekkert verið að skipta neitt um hljóma, neinei, það er bara fyrir aumingja. Svo er þetta franskt, ég skil ekki mikið í textanum en þetta hljómar eins og verið sé að syngja um merkilega hluti.
Programme - Une vie

Engin ummæli: