laugardagur, mars 25

stjörnuryk

Sem kvikmyndadellukall og aðdáandi Neil Gaimans er ég mjög áfram um að Stardust verði tekin hér á Íslandi. En það er víst komið babb í bátinn: það má ekki flytja hesta inn til landsins, og hestar leika víst stórt hlutverk í myndinni:
Helga said that they had spoken to "relevant parties" but it appeared that the Icelandic horse was especially vulnerable to disease because it had been isolated for so many centuries and therefor people were afraid to import horses. (meira hér)
Ég er samt ekki alveg að fatta þetta. Hingað til hafa ekki borist neinar fréttir af því að íslenskir hestar hafi drepist unnvörpum þegar þeir eru fluttir til útlanda. Reyndar virðast þeir pluma sig ágætlega þar. Eru þeir eitthvað viðkvæmari hér á landi? Það er ekki eins og kvikmyndagerðarfólkið ætli að standa í kynbótum á íslenska hestakyninu. Gott dæmi um heimsku íslenskra yfirvalda, stóriðjan má útjaska íslenskri náttúru, en aðrir mega éta það sem úti frýs.

Engin ummæli: