föstudagur, apríl 28

lán í óláni

Hugleikur er ofvirkt leikfélag. Nú eru tvö leikrit í gangi í bænum, og þau sem taka þátt í öðru koma ekkert nálægt hinu. Svona er þetta, mörgum boltum haldið á lofti og merkilegt nokk, það kemur ekkert niður á gæðunum. Enginn ætti að missa af Systrum, sýning á laugardag kl. 20:00 í Möguleikhúsinu við Hlemm (þar sem ég fæ tækifæri til að stalka áhorfendur, ef eitthvað er að marka kommentakerfi Þórdísar). Í þjóðleikhúskjallaranum verður svo sýnt leikritið Lán í óláni e. snillinginn Hrefnu Friðriksdóttur (sem á einmitt heiðurinn að einu besta leikriti sem ég hef séð, Memento Mori). Frumsýning var í gær og gekk snilldarvel, skemmtilegt leikrit með snjöllu fólki. Næsta sýning á sunnudag kl. 21:00, 1000 kall inn, barinn opinn og allt í góðu með það. Bara drífa sig svo.

þriðjudagur, apríl 25

sætastÉg held að þetta hljóti að vera með sætustu júróvisjónlögunum. Sænskan er líka alveg einstaklega fallegt söngmál. Söngkonan heitir Alice Babs og er enn í fullu fjöri, ef eitthvað er að marka sænska vefsíður. Og ég er að verða lasinn og nenni ekki að skrifa meira.
Alice Babs - Lilla stjärna (Svíþjóð 1958)

sunnudagur, apríl 23

star.is

Rennandi rugl í Sjónvarpinu
Fréttastofa Sjónvarpsins má eiga það að enn tekst henni að ,,toppa" sjálfa sig þegar Kárahnjúkavirkjun er annars vegar.

Vinstri-græn örvænting í þingsölum
Vinstri-grænir á Alþingi fóru illa út úr útvarps- og sjónvarpsumræðunni um þá tillögu sína að bera framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls undir þjóðaratkvæði. Flokkurinn ætlaði auðvitað að slá sér upp í augum kjósenda með málflutningi sínum

ÁF og WWF veifa frekar röngu tré en öngvu
Fréttastofa Útvarps lét hafa sig út í að endursegja athugasemdalaust staðlausa stafi úr yfirlýsingu sem Alþjóða núttúruverndarsjóðurinn, WWF (World Wildlife Fund), sendi frá sér

Eitt umhverfisvænsta álver í heimi
Bandaríska álfyrirtækið Alcoa, sem nú kannar hagkvæmni þess að reisa og reka álver í Reyðarfirði, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að mikil áhersla verði lögð á umhverfisvernd og vistvæna framleiðslu


Hérna getið þið lesið meira.
Mér finnst gaman þegar það er mikið að gera. Þessi helgi er t.d. búin að vera viðburðarík. Pétur Gautur á föstudagskvöldið með fríða föruneytinu. Frábær leiksýning, flottir leikarar og bara allt í góðu með það. Gallinn fyrir ykkur hin sem ekki eigið pantaðan miða er að það er uppselt nokkurn veginn allt til enda veraldar. Reyndar losna oft miðar rétt fyrir sýningar (ósóttar pantanir heitir það víst á fagmálinu) svo það er ekki öll nótt úti enn.

Laugardagur fór í vídeóvesen, yfirfærslu á Jólaævintýrinu úr tölvunni minni (sem fer nú bráðum að geispa golunni) yfir á vhs svo valnefnd þjóðleikhússins geti sannfærst um að það sé besta áhugaleiksýning ársins. Krossum fingur. Nei, bíddu, er það ekki lygaramerki? Ég man þetta aldrei. Svo keyrði ég ljós og hljóð á Systrum Hugleiks í gærkvöld. Besta sýningin í gær frá upphafi held ég. Og þetta er frábær sýning sem enginn má missa af, vel skrifað verk eftir hana Tótu. Og í kvöld fer ég einmitt að taka óperuna hennar upp á vídeó. Fjölhæf kona hún Tóta. Já og svo var endað í partíi í gærkvöldi á háteigsveginum með kópavogskrökkunum. Það var góð skemmtun.

Og ekki fara bissíheitin minnkandi þegar tökur á heimildarmyndinni hefjast fyrir alvöru í vikunni. Og svo þarf líka að æfa einþáttung fyrir Margt smátt. Og örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma. Og svo lítur út fyrir að ég missi ekki íbúðina mína eftir allt saman, húsið selst ekki svo eigendurnir ætla að leigja það út. Og leigjandinn víst kominn: amríska sendiráðið. Ætli þau geri úttekt á mér áður til að sjá hvort ég sé hæfur sambýlingur? Verð ég þá að fela anarkistabærnar mínar (allar tvær)? Og er það sösspekt að eiga tyrknesk-enska orðabók? Er ég þá ekki kominn með litlu tá í alkæda? Nei maður spyr sig.

laugardagur, apríl 22

Nýtt undir sólinni

Eitthvað var síðasta val mitt á "skemmtilegu" júróvisjónlagi að falla í grýttan jarðveg. Hins vegar er ég búinn að finna eitt svalasta, ef ekki svalasta júróvisjónlagið. Og hugsa sér, það er norskt! Kannski þekkja þetta allir, en ég hef allavega aldrei heyrt þetta fyrr. Flytjandinn heitir Åse Kleveland og er sænskættuð. Hún tengist Íslandi sterkum böndum því hún var kynnir í keppninni í Bergen og bauð því Íslendinga velkomna í keppnina.Og hvað er svona svalt við þetta lag? Í fyrsta lagi er það Brubeck-takturinn, að vísu pikkaður á kassagítar. Svo minnir byrjunin mig af einhverjum ástæðum á þjóðlagadúettinn í Fóstbræðrum, þannig að ég kemst í gott skap á um leið og Åse byrjar að syngja. Og ekki versnar það þegar hljómsveitin kikkar inn með kúldjassað grúv, og svo er millispilið æðislegt.
Åse Kleveland - Intet er nytt under solen (Noregur 1966)

Hér er meira um Åse, og þar segir m.a. um júróvisjónið:
I 1966 ble hun, uoffisielt, utpekt til å representere Norge i Melodi Grand Prix, uansett hvilken melodi som kom til å vinne. I den norske finalen sang hun Arne Bendiksens «Gi meg fri» med stort orkester og hans «Intet er nytt under solen» med det lille orkesteret. Den siste var vinneren, og hun representerte Norge i Luxembourg med rosa buksedress (fra Dior, kjent på folkemunne som «pyjamasen til Åse Kleveland»), og nådde 3. plass ? det beste norske resultatet før Bobbysocks. Sangen, en mollstemt jazz/folketoneinspirert komposisjon i 4/5 huskes, urettferdig, best for åpningslinjene «Jeg vet om en gammel mann/en som har levd lenge». Hun spilte den også inn, koblet med «Gi meg fri» på svensk og tysk («Alles war schon einmal da»/«Gib mich frei») med Egil Monn-Iversens arrangement. «Intet er nytt under solen» ble ingen kommersiell slager, men Grand Prix-deltagelsen medførte internasjonale tilbud, og i 1967 holdt hun konserter i Frankrike og Japan, der hun også spilte inn fire singler på japansk. I 1966 medvirket hun på den bestselgende veldedige EP-en Ja-platen med Adolphsons «Det gåtfulla folket». I 1967 opptrådte hun på Liseberg og ga ut sin andre LP, Åse Kleveland 2, også denne en svensk produksjon.
Ég veit ekki um ykkur, en mig langar í japönsku lögin...

fimmtudagur, apríl 20

makedónska heilkennið

Makedónska heilkennið er það sem gerist þegar maður hefur hlustað svo mikið á júróvisjónlög að manni finnst meir að segja makedónska lagið bara helv... gott. Þetta makedónska lag er samt gott, burtséð frá öllu. Allavega finnst mér það ómótstæðilegt. Þetta er reyndar lagið sem komst ekki í júróvisjón, varð í 2. sæti í undankeppninni í Makedóníu í fyrra. Af hverju, veit ég ekki, því makedónska framlagið í fyrra var frekar vont, ef ég man rétt. En þetta er ómótstæðilegt, einhver geggjun í gangi og hefði örugglega unnið keppnina ef það hefði verið með. Brjálað Balkan-latínó, ef Goran Bregovic og Shakira myndu sofa saman og eignast barn myndi það hljóma einhvern veginn svona.


Flytjandinn heitir Aleksandra Pileva og er án efa mikil stjarna í heimalandinu. Jamm jamm jamm.

Aleksandra Pileva - Sonce i mesecina (2. sæti í makedónsku forkeppninni 2005)
Heyr heyr.

júró

Bara mánuður í júróvisjón. Jamm. Ég er svona spenntur í leyni, en held samt alveg þessu intelektúal kúli, sko.

Ég komst samt óvænt í heilan graut af júróvisjónlögum frá ýmsum tímum. 95 prósent af þessu er algjört bölvað rusl og ekki megabætanna virði, en inn á milli leynast skondin og skemmtileg lög. Og svo eru nokkur lögmál sem gilda:
  • Júróvisjónlög eldast almennt betur en venjuleg lög. Aðallega vegna þess að þegar þau birtast fyrst eru þau hallærislegt rusl, en með tíð og tíma breiðist yfir þau einhver kitsch-ljómi, þannig að þau verða skemmtilega hallærisleg. Þetta á þó ekki við um öll lögin.
  • Eftir því sem júróvisjónlög eru eldri, því betri eru þau. Þetta er almenn regla. Enda er enginn Serge Gainsbourg að semja júróvisjónlög í dag. Ef bretar tækju sig nú saman í andlitinu og fengju t.d. Nick Cave, nú eða Morrissey til að semja fyrir, það væri önnur saga.

En allavega, ég ætla að leyfa ykkur að heyra afraksturinn af rannsóknum mínum. Heyrum fyrst kynningarstefið. Ekki veit ég hver samdi og nenni ekki að leita það uppi. Hins vegar vantar gjammið í Gísla Marteini inn á lagið, þið verðið að ímynda ykkur það. Eða ekki.
Júróvisjónlagið
Hitt er hvorki meira né minna en flutt af Modern Folk Trio & Aysegül. Frá Tyrklandi. Framlag tyrkja árið 1981. Óneitanlega forvitnilegt lag.
Modern Folk Trio & Aysegül - Dönme Dolap (Tyrkland 1981)

þriðjudagur, apríl 18

Haha, djöfull gabbaði ég ykkur þarna! Neinei, ég ruglaðist bara á bloggum. Svona er að standa í þessari fordild að hafa tvö blogg í gangi. En ég ætla samt að halda póstinum inni, þetta er svo sætt.

En lýsir kannski vel ástandinu þessa dagana. Það er svo margt að hugsa, svo margt að gera að einhverju hlýtur að slá saman einhvern tímann. Vona að þetta verði það versta.

lay lowLay Low (o Lovísa) es otra chica que hace su música en solitario. Un punto claro de referencia sería PJ Harvey (es interesante, pero parece que PJ ya influye más que Patti Smith a los músicos jóvenes...), pop acústico con toques de blues y country. Todavía no ha sacado un disco, pero quién sabe... Pero, en su página en MySpace hay dos canciones que merecen la pena.

laugardagur, apríl 15

Kaldal væntanlegur klukkan þrjú

Krossfestingin er auðvitað að ákveðnu leyti eins og að fara til ljósmyndara. Andartakið er fest, miðjað, endurtekið út í það óendanlega á hverju ári í tvöþúsund ár. Og Kristur dó smávegis við krossfestinguna, en lifði þó áfram.

Sömu sögu má segja um Spartakus. Kristslíkingin í lok myndarinnar var augljós, en væri svona mynd gerð í dag þar sem byltingarleiðtoga og uppreisnarmanni er líkt við Ésú? Held ekki. En stundum langar mig til að krossfesta Sportakus.

(er ekki orðið vandræðalega augljóst að ég veit ekkert hvað ég á að gera við þetta blogg...?)

föstudagur, apríl 14

og talandi um dauða...

...deyr maður ekki smá þegar maður skilur eftir færslu á bloggi? Hugsun sem var hugsuð og kemur aldrei aftur. Eða að maður festir í orð hugsun, sem minnir mann svo alltaf á það sem var. Minnir mann á að núið er bara andartakið þar sem fortíðin étur sig inn í framtíðina. Reyndar finnst mér alltaf svolítið uppörvandi að lesa gamlar bloggfærslur, það er svona eins og að lesa ritgerðir úr menntaskóla, þær eru skárri en mann minnti.

Nei, fannst þetta einhvern veginn eiga vel við á þessum degi. Maður deyr víst líka talsvert við að láta festa sig á krossi.

fimmtudagur, apríl 13

alein á Búðum

- Ég sá þig í blaðinu í morgun, sagði leikskólastjórinn.
Við sátum á kaffistofunni og stúlkan sem athyglin beindist að varð svolítið feimnisleg.
- Já...
- Já, bara að fara í sjónvarpið, sagði leikskólastjórinn.
- Já, einmitt, svaraði stúlkan. Hún útskýrði fyrir okkur hvernig þáttur þetta ætti að vera, svolítið feimnislega, eins og hún væri ekki viss hvað þessari kreðsu þætti um svona vitleysisgang.
- Þetta verður svona eins og Ali G, nema það er stelpa sem er að spyrja...

Og núna er liðið rúmt ár og Ágústa á leið til Aþenu. Og af hverju er ég að skrifa um þetta? O, engu sérstöku. Dæmigert að fara hreykja sér á einhverju bloggi að maður hafi hitt fræga fólkið, innit? Kannski ekki bara. Fór að rifja þetta upp á kaffihúsi í dag, þar sem ég gluggaði annars vegar í Sjónhverfingar Hermanns Stef og hins vegar í Hér og nú. Hermann er merkilegur gaur, en Hér og nú ómerkilegur snepill. Hermann rifjar upp í bókinni að Barthes hafi sagt að maður deyi smávegis þegar tekin er af manni ljósmynd (rímar auðvitað við sögur af frumbyggjum í suðurhöfum sem töldu ljósmyndavélar ræna þá sálinni). Í Hér og nú er reynt að gera sér mat úr því að Ágústa hafi verið í nokkurra daga afslöppun á Hótel Búðum og haldið sig út af fyrir sig. Og tvær ljósmyndir, önnur af Ágústu, í lopapeysu, þar sem hún horfir alvörugefin beint inn í ljósmyndavélina. Hin af Silvíu Nótt sem skáskýtur augunum glettnislega í linsuna með léttu ulli. Aðra þeirra hef ég hitt, hina ekki.

Hvernig upplifun ætli það sé að eiga sér alteregó? Og þegar alteregóið verður stærra en maður sjálfur? Silvía Nótt er í raun orðin sjálfstætt fyrirbæri. Framhaldið er nokkuð fyrirsjáanlegt, hún hættir að birtast í sjónvarpi eftir nokkra mánuði, kannski ár eða tvö, hættir að þroskast, stoppar, ný tíska tekur við, nýir karakterar, og Silvía verður hluti af poppkúltúrnum. Eftir 10-15 ár fer klámkynslóðin að nostalgíast og rifja upp gamlar minningar. Fólk rifjar upp Shrek og Incredibles og Silvíu Nótt og Birgittu Haukdal. En rifjar fólk upp Ágústu Evu? Ómögulegt að segja, kannski, kannski ekki. Kannski í einhverju allt öðru samhengi. Og kannski verður það líka óþarfi vegna þess að Ágústa verður áfram til, heldur áfram að þroskast og vaxa og dafna og velja sér þær leiðir sem henni gefast.

En tekur alteregóið eitthvað með sér? Kannski er þetta eins og með ljósmyndir. Ég sé ekki hvernig spegilmynd mín breytist frá degi til dags þó hún sé síbreytileg, þróunin er bara of hæg. Ljósmynd af mér frystir hins vegar eitt andartak: svona leit ég út á þessari stundu og breytist ekki. Kannski var það þetta sem Barthes var að meina. Ljósmyndin geymir eitthvað sem maður getur aldrei náð aftur. Og alteregóið geymir einhverja hlið manneskjunnar sem hún sýnir annars ekki. Þegar alteregóið hættir að vera til verður þessi hlið eftir og birtist ekki aftur. Kannski er það bara þessi ljósmynd sem er alltaf birt af Ágústu, alvörugefinni í lopapeysu, sem kveikir svona bullhugsanir. Þetta er auðvitað leikur að andstæðum, sveitastúlkan alvörugefna og feimna sem leikur Silvíu Nótt. En sú Ágústa sem ég kynntist er meira í ætt við þessa hér. Einhvers staðar mitt á milli. En samt í lopapeysu.
Var búinn að lofa að setja þetta inn aftur:

Lyube - Hestalagið
Lyube - Rússneski þjóðsöngurinn

föstudagur, apríl 7

gaman að grafa

Jamm, ætlaði að blogga eitthvert fynd um flírusvipinn á Björgólfi og Þorgerði, en Víðsjá tók af mér ómakið. Annars nóg að gera og hugsa og enginn tími til að blogga. Þetta er svona helst sem fer mér um koll:

  • fékk styrki fyrir heimildarmyndinni minni (sem ég útlista kannski seinna), þannig að planið er gó. Búinn að bíða ansi lengi eftir því.

  • kominn alveg á kaf í pælingar um mataræði. Sonur minn greindist nubbnilega með Tourette (ekki mjög alvarlegt, sem betur fer), og við móðir hans erum mikið að pæla í mataræðinu og áhrifum þess. Og það hefur mikil áhrif. Og fyrir utan þessa venjulegu ofnæmisvalda eins og mjólk, hveiti, ger, o.s.frv., er alveg ótrúlega mikið af eiturdrasli í gangi. Ég er svolítið húkkt á áli núna (eins og margir), sem er baneitrað í stórum skömmtum. Það versta við það er að ef það kemst í heilann reynist erfitt að losa það út. Og mikið af uppsöfnuðu áli í heilanum veldur m.a. minnisglöpum og sumar rannsóknir sýna að fólk með alzheimer er með óvenju mikið magn af áli í heilanum. Og það er ál í ótrúlegustu hlutum. Vissuð þið að það er ál í roll-oni? Og einmitt sú tegund sem á greiðustu leið í heilann. Gerið smá prufu næst þegar þið farið út í búð og kíkið á roll-onin, og þar stendur örugglega "aluminum chlorohydrate" á innihaldslýsingunni. Bilíf mí, þegar maður fer að sökkva sér í svona hluti verður maður nett paranojd. Jájá, lífrænt ræktað það sem eftir er, fjandinn hafi það.