föstudagur, apríl 7

gaman að grafa

Jamm, ætlaði að blogga eitthvert fynd um flírusvipinn á Björgólfi og Þorgerði, en Víðsjá tók af mér ómakið. Annars nóg að gera og hugsa og enginn tími til að blogga. Þetta er svona helst sem fer mér um koll:

  • fékk styrki fyrir heimildarmyndinni minni (sem ég útlista kannski seinna), þannig að planið er gó. Búinn að bíða ansi lengi eftir því.

  • kominn alveg á kaf í pælingar um mataræði. Sonur minn greindist nubbnilega með Tourette (ekki mjög alvarlegt, sem betur fer), og við móðir hans erum mikið að pæla í mataræðinu og áhrifum þess. Og það hefur mikil áhrif. Og fyrir utan þessa venjulegu ofnæmisvalda eins og mjólk, hveiti, ger, o.s.frv., er alveg ótrúlega mikið af eiturdrasli í gangi. Ég er svolítið húkkt á áli núna (eins og margir), sem er baneitrað í stórum skömmtum. Það versta við það er að ef það kemst í heilann reynist erfitt að losa það út. Og mikið af uppsöfnuðu áli í heilanum veldur m.a. minnisglöpum og sumar rannsóknir sýna að fólk með alzheimer er með óvenju mikið magn af áli í heilanum. Og það er ál í ótrúlegustu hlutum. Vissuð þið að það er ál í roll-oni? Og einmitt sú tegund sem á greiðustu leið í heilann. Gerið smá prufu næst þegar þið farið út í búð og kíkið á roll-onin, og þar stendur örugglega "aluminum chlorohydrate" á innihaldslýsingunni. Bilíf mí, þegar maður fer að sökkva sér í svona hluti verður maður nett paranojd. Jájá, lífrænt ræktað það sem eftir er, fjandinn hafi það.

Engin ummæli: