fimmtudagur, apríl 20

júró

Bara mánuður í júróvisjón. Jamm. Ég er svona spenntur í leyni, en held samt alveg þessu intelektúal kúli, sko.

Ég komst samt óvænt í heilan graut af júróvisjónlögum frá ýmsum tímum. 95 prósent af þessu er algjört bölvað rusl og ekki megabætanna virði, en inn á milli leynast skondin og skemmtileg lög. Og svo eru nokkur lögmál sem gilda:
  • Júróvisjónlög eldast almennt betur en venjuleg lög. Aðallega vegna þess að þegar þau birtast fyrst eru þau hallærislegt rusl, en með tíð og tíma breiðist yfir þau einhver kitsch-ljómi, þannig að þau verða skemmtilega hallærisleg. Þetta á þó ekki við um öll lögin.
  • Eftir því sem júróvisjónlög eru eldri, því betri eru þau. Þetta er almenn regla. Enda er enginn Serge Gainsbourg að semja júróvisjónlög í dag. Ef bretar tækju sig nú saman í andlitinu og fengju t.d. Nick Cave, nú eða Morrissey til að semja fyrir, það væri önnur saga.

En allavega, ég ætla að leyfa ykkur að heyra afraksturinn af rannsóknum mínum. Heyrum fyrst kynningarstefið. Ekki veit ég hver samdi og nenni ekki að leita það uppi. Hins vegar vantar gjammið í Gísla Marteini inn á lagið, þið verðið að ímynda ykkur það. Eða ekki.
Júróvisjónlagið
Hitt er hvorki meira né minna en flutt af Modern Folk Trio & Aysegül. Frá Tyrklandi. Framlag tyrkja árið 1981. Óneitanlega forvitnilegt lag.
Modern Folk Trio & Aysegül - Dönme Dolap (Tyrkland 1981)

Engin ummæli: