föstudagur, apríl 28

lán í óláni

Hugleikur er ofvirkt leikfélag. Nú eru tvö leikrit í gangi í bænum, og þau sem taka þátt í öðru koma ekkert nálægt hinu. Svona er þetta, mörgum boltum haldið á lofti og merkilegt nokk, það kemur ekkert niður á gæðunum. Enginn ætti að missa af Systrum, sýning á laugardag kl. 20:00 í Möguleikhúsinu við Hlemm (þar sem ég fæ tækifæri til að stalka áhorfendur, ef eitthvað er að marka kommentakerfi Þórdísar). Í þjóðleikhúskjallaranum verður svo sýnt leikritið Lán í óláni e. snillinginn Hrefnu Friðriksdóttur (sem á einmitt heiðurinn að einu besta leikriti sem ég hef séð, Memento Mori). Frumsýning var í gær og gekk snilldarvel, skemmtilegt leikrit með snjöllu fólki. Næsta sýning á sunnudag kl. 21:00, 1000 kall inn, barinn opinn og allt í góðu með það. Bara drífa sig svo.

Engin ummæli: