fimmtudagur, apríl 20

makedónska heilkennið

Makedónska heilkennið er það sem gerist þegar maður hefur hlustað svo mikið á júróvisjónlög að manni finnst meir að segja makedónska lagið bara helv... gott. Þetta makedónska lag er samt gott, burtséð frá öllu. Allavega finnst mér það ómótstæðilegt. Þetta er reyndar lagið sem komst ekki í júróvisjón, varð í 2. sæti í undankeppninni í Makedóníu í fyrra. Af hverju, veit ég ekki, því makedónska framlagið í fyrra var frekar vont, ef ég man rétt. En þetta er ómótstæðilegt, einhver geggjun í gangi og hefði örugglega unnið keppnina ef það hefði verið með. Brjálað Balkan-latínó, ef Goran Bregovic og Shakira myndu sofa saman og eignast barn myndi það hljóma einhvern veginn svona.


Flytjandinn heitir Aleksandra Pileva og er án efa mikil stjarna í heimalandinu. Jamm jamm jamm.

Aleksandra Pileva - Sonce i mesecina (2. sæti í makedónsku forkeppninni 2005)

Engin ummæli: