sunnudagur, apríl 23

Mér finnst gaman þegar það er mikið að gera. Þessi helgi er t.d. búin að vera viðburðarík. Pétur Gautur á föstudagskvöldið með fríða föruneytinu. Frábær leiksýning, flottir leikarar og bara allt í góðu með það. Gallinn fyrir ykkur hin sem ekki eigið pantaðan miða er að það er uppselt nokkurn veginn allt til enda veraldar. Reyndar losna oft miðar rétt fyrir sýningar (ósóttar pantanir heitir það víst á fagmálinu) svo það er ekki öll nótt úti enn.

Laugardagur fór í vídeóvesen, yfirfærslu á Jólaævintýrinu úr tölvunni minni (sem fer nú bráðum að geispa golunni) yfir á vhs svo valnefnd þjóðleikhússins geti sannfærst um að það sé besta áhugaleiksýning ársins. Krossum fingur. Nei, bíddu, er það ekki lygaramerki? Ég man þetta aldrei. Svo keyrði ég ljós og hljóð á Systrum Hugleiks í gærkvöld. Besta sýningin í gær frá upphafi held ég. Og þetta er frábær sýning sem enginn má missa af, vel skrifað verk eftir hana Tótu. Og í kvöld fer ég einmitt að taka óperuna hennar upp á vídeó. Fjölhæf kona hún Tóta. Já og svo var endað í partíi í gærkvöldi á háteigsveginum með kópavogskrökkunum. Það var góð skemmtun.

Og ekki fara bissíheitin minnkandi þegar tökur á heimildarmyndinni hefjast fyrir alvöru í vikunni. Og svo þarf líka að æfa einþáttung fyrir Margt smátt. Og örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma. Og svo lítur út fyrir að ég missi ekki íbúðina mína eftir allt saman, húsið selst ekki svo eigendurnir ætla að leigja það út. Og leigjandinn víst kominn: amríska sendiráðið. Ætli þau geri úttekt á mér áður til að sjá hvort ég sé hæfur sambýlingur? Verð ég þá að fela anarkistabærnar mínar (allar tvær)? Og er það sösspekt að eiga tyrknesk-enska orðabók? Er ég þá ekki kominn með litlu tá í alkæda? Nei maður spyr sig.

Engin ummæli: