föstudagur, apríl 14

og talandi um dauða...

...deyr maður ekki smá þegar maður skilur eftir færslu á bloggi? Hugsun sem var hugsuð og kemur aldrei aftur. Eða að maður festir í orð hugsun, sem minnir mann svo alltaf á það sem var. Minnir mann á að núið er bara andartakið þar sem fortíðin étur sig inn í framtíðina. Reyndar finnst mér alltaf svolítið uppörvandi að lesa gamlar bloggfærslur, það er svona eins og að lesa ritgerðir úr menntaskóla, þær eru skárri en mann minnti.

Nei, fannst þetta einhvern veginn eiga vel við á þessum degi. Maður deyr víst líka talsvert við að láta festa sig á krossi.

Engin ummæli: