miðvikudagur, maí 17

jammjamm

Það eru voða margir eitthvað að dæsa yfir því hvað þessi SilvíuNóttbrandari sé orðinn þreyttur. Ekkert fyndið lengur. Við hverju bjóst fólk eiginlega? Síðan hvenær átti Silvía Nótt að vera fyndin og skemmtileg? Fyrst við kusum hana ber okkur eiginlega skylda til að fylgja henni alla leið. Enda er hún miklu frekar alteregó Íslands en alteregó Ágústu Evu. Og ég verð að segja, að þegar meir að segja Dr. Gunni segir að þetta sé þreytt, þá er eitthvað að virka.

Ég er eiginlega sammála Eiríki, og samlíkingin við Andy Kaufman er ekki svo galin. Sérstaklega núna þegar mörkin á milli Ágústu og Silvíu eru að verða óljósari. Sagði t.d. Silvía tæknimönnunum að fokka sér, því það var í samræmi við karakterinn? Eða leyfði Ágústa sér að segja þeim að fokka sér, því hún var þreytt og í fúlu skapi og gat skýlt sér á bakvið karakterinn? Og Silvía dregur sig í hlé af því að Ágústa verður veik. Eða var það öfugt? Það er auðvitað að renna upp fyrir fólki að fimmtudagskvöldið verður mögulega ekki fyndið og skemmtilegt, heldur óþægilegt og hrollvekjandi. En það verður ekki Íslandi til skammar. Óþægindin og "cringe"-faktorinn eru stór partur af Silvíu, rétt eins og með Ali G, The Office og þar áður Andy Kaufman. "This is carcrash Eurovision" var sagt á einhverri júró-heimasíðunni.

Það sem ég hins vegar sé eftir er allur fjárausturinn sem fer í þetta ævintýri. Það mætti gera margt og mikið í innlendri dagskrárgerð fyrir minni pening.

Engin ummæli: