mánudagur, maí 8

árbæjarsafn

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg að fatta þessa Árbæjarsafnsumræðu. Safnið er á fínum stað. Það er einmitt merkilegt að í umræðunni er enginn að gagnrýna staðsetningu safnsins. Það er vel sótt þar sem það er. Eina ástæðan fyrir flutningunum er að fólk virðist eitthvað sérstaklega áfram um að fylla upp í Viðey (eða Hljómskálagarðinn). En af hverju Árbæjarsafnið? Og af hverju bara nokkurn skapaðan hlut sem er ágætlega settur þar sem hann er? Og ef fólk vill fá líf í Viðey af hverju þá ekki bara að flytja, tja, Mosfellsbæinn út í Viðey, þá fylgir því allavega fólk? Annars legg ég til að Árbæjarlaugin verði flutt í Hljómskálagarðinn, orðinn hundleiður á því að taka alltaf strætó þarna uppeftir í hvert sinn sem soninn langar í sund.

Engin ummæli: