sunnudagur, maí 14

Ripp, Rapp og Garfunkel

Já, Hugleikur slúttaði vetrarstarfinu með glans, tónlistardagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum á þriðjudag og fimmtudag í síðustu viku. Ég ætla að setja eitthvað af lögum úr dagskránni hérna næstu daga. Þetta held ég að gleðji marga, hin bráðskemmtilega sveit Ripp, Rapp og Garfunkel, sem skipuð er húsvíkingum að öllu leyti. Fyrra lagið er úr leikritinu Sálir Jónanna ganga aftur, lagið eftir Ármann Guðmundsson og textinn eftir Unni Gutt.
Ripp, Rapp og Garfunkel - Kotakot í Kotum
Seinna lagið er eftir Árna Hjartar og er úr leikritinu Ég bera menn sá (og birtist þar í talsvert ólíkri útgáfu).
Ripp, Rapp og Garfunkel - Sálmur Meyvants

Engin ummæli: