þriðjudagur, maí 23

Tommi orðinn öllu léttari

Sonur minn, Tommi litli, er orðinn léttari. Sem þýðir líklega að ég er orðinn afi. Kristján bóndi ætti kannski að mæta á fæðingardeildina og gefa litlu fjölskyldunni rúsínur? Svona fyrst það er í tísku að vera í þykjustuleik...

En svona í alvörunni, þá hafa þau eðalhjón Jón Geir og Nanna eignast stúlkubarnið Úlfhildi Stefaníu. Og eru þeim hérmeð sendar hjartanlegar hamingjuóskir.

Engin ummæli: