fimmtudagur, maí 25

... unas melonas de la hostia...

Miðvikudagskvöld á Laugarveginum í Reykjavík. Þrír útlendir karlmenn ganga á undan mér. Ungar stúlkur aka framhjá í bíl, hanga út um gluggann og gala eitthvað á þá. Þegar ég geng framhjá mönnunum segir einn þeirra akkúrat þetta: "Tenía unas melonas de la hostia!". Oft þegar ég heyri spænsku talaða langar mig til að stoppa fólkið og spjalla. En ekki í þetta sinn, var ekki alveg í stuði til að tala um íslenskar stelpur með melónur "de la hostia".

Engin ummæli: