miðvikudagur, júní 28

bílar og hjól

Hjólreiðatúr á sunnudaginn endaði í bíóferð. Sáum Bíla í Háskólabíó. Allt í lagi mynd, slakasta Pixar-myndin til þessa, en mér leiddist ekkert svo mikið. Samt verð ég að segja að talsetningin var ömurleg. Íslendingar eru alltaf að monta sig af því að Disney-myndirnar eru vel talsettar á Íslandi og hvað Disney er hrifið af íslensku talsetningunum, en mér finnst þetta bara vera bull. Það er ekki það að þýðingarnar séu slæmar, né heldur að raddirnar passi ekki við karakterana. Þvert á móti. Hins vegar reyna leikararnir alltaf, af einhverri óskiljanlegri ástæðu, að elta amerísku áherslurnar og ýkja þær ef eitthvað er. Fyrir vikið vingsast þeir áttundanna á milli í sömu setningunni í einhverjum undarlegum tónaröðum sem ættu betur heima í óperu eftir Atla Heimi. Hrollvekjandi.

Engin ummæli: