föstudagur, júní 16

Eyddi alveg helling af peningum í að kaupa diska af Dr. Gunna. Held ég hafi keypt eitthvað um 20 stykki (ekki búinn að telja) og vildi kaupa helling í viðbót. Hefði tekið allt klabbið hefði ég getað. Og mörg er þar matarholan. Tók þann pólinn í hæðina að kaupa helst það sem ekki væri hægt að fá í búðum hér. Ekkert meinstrím drasl. Reyndist hafa mestan áhuga á japönsku poppi. Og svo læddist með hin og þessi snilldin. Kannski set ég eitthvað af því hérna inn á næstunni. Jamm.

Engin ummæli: