laugardagur, júní 24

"Kraftaverk!"

... kallaði drengurinn úti í garði. "Pabbi, komdu og sjáðu, þetta er rosalega flott." Reykurinn steig upp af grillinu og fyllti eitt horn garðsins. Geislar kvöldsólarinnar tróðu sér í gegnum laufþykknið í garði nágrannans og þegar þeir smugu í gegnum reykinn mynduðust fallegir sólstafir yfir kvöldmatnum. "Það er eins og guð sé að brenna!", sagði pilturinn loksins. Now, there's a thought ...

Engin ummæli: