mánudagur, júní 19

prototypes

Þetta band er drullukúlt. Og nei, ég keypti þetta ekki hjá Dr. Gunna, en fann það samt á blogginu hans. Mig langar til Parísar. Djöfull voru Ghanamenn flottir á því. Útvarpsútgáfan á blogginu hennar Þórdísar er mjög flott. Hún reynist líka vera með þessa fínu útvarpsrödd. Sem fer ekki alltaf saman. Eða kannski. Hvað veit ég. Ég er annars farinn að spá alvarlega í því hvort heimildarmyndin stefni í að verða eitthvað flopp. Sem gerir þetta kannski bara spennandi. Verst hvað maður er svo gjörsamlega ófær um að meta hvort sköpunarverk manns séu góð eða ekki.

Engin ummæli: