laugardagur, júní 24

súpermann

Sonur minn er á því stigi bernskunnar að þykja ofurhetjur rosalega merkilegar. Ég ákvað því að tími væri til kominn að kynna hann fyrir aðal, nubbnilega súpermanni og við leigðum gömlu myndina með Christopher Reeve. Almennileg ofurhetja sem getur allt, þá voru menn menn og hetjur riðu um héröð, duttu af baki og lömuðust. Æææ, þetta var nú ósmekklegt. En allavega, ekki fannst honum myndin skemmtileg, fannst vanta allt fútt í hana, lokabardaginn væri enginn lokabardagi (þarna kemur pleisteisjónsindrómið sterkt inn). Og ég er svosem sammála, hún hefur ekki elst sérstaklega vel. Nema hvað Reeve og Kidder eru sjarmerandi. Tæknibrellurnar barn síns tíma og inn á milli koma alltaf stórskrýtnar ljóðrænar senur sem gera kannski ekki alltof mikið fyrir myndina. En samt, gaman að rifja hana upp. En ég held ég sleppi II, III og IV.

Engin ummæli: