laugardagur, júlí 1

putada

Ekki komust Argentínumenn lengra. Skoruðu mark og fóru á taugum og misstu í framhaldinu allt niður um sig. Meira að segja slagsmál í lokin. Svona er þetta stundum. En Þjóðverjar hampa sjálfsagt bikarnum.

En svona áður en við kveðjum Argentínu alveg, eru hérna tvö lög með stórpopparanum Gustavo Cerati. Drengurinn sá er mikill risi í Argentínu, var söngvari í hljómsveitinni Soda Stereo sem er vinsælasta hljómsveit allra tíma í Argentínu. Vinsældir náðu mun lengra en það og voru þeir brjálæðislega vinsælir um alla Suður-Ameríku, allavega þá spænskumælandi (Einar Örn heyrði t.d. í þeim í Venesúela). Allavega, þegar sveitin lagði upp laupana hóf Cerati sólóferil og er búinn að gefa út þetta 3-4 plötur. Ein þeirra áskotnaðist mér fyrir nokkrum árum, mikil snilldarplata sem kallast Bocanada. Plata sem sígur hægt og rólega inn í kollinn á manni og heldur sig þar. Nóg um það, hér eru tvö lög.
Gustavo Cerati - Tabú
Gustavo Cerati - Verbo Carne

Og hérna má sjá myndband af Soda Stereo á tónleikum.

Engin ummæli: