sunnudagur, ágúst 27

þar stendur hnífurinn í svuntuþeysinumÉg kenni aðallega Human League og Depeche Mode um, en ég er alveg forfallinn tölvupoppfíkill (snemma beygist krókurinn og allt það). Tölvupopp er misgott, þegar vel tekst til er það krisp og kúl en í verstu tilfellunum er þetta versta tónlist í heimi. Þetta byrjaði auðvitað vel, Kraftwerk gáfu tóninn og bretarnir tóku svo örgjörvann upp á sína arma og náðu skrýtnum hljóðum út úr frumstæðum svuntuþeysum, en tókst samt einhvern veginn að setja þetta garg í óvænt poppsamhengi. Nægir þar að benda á téða Human League. Þegar lengra leið fóru svuntuþeysarnir að vera fullkomnari og hljóðin fágaðri og gátu hermt þokkalega eftir raunverulegum hljóðfærum, allavega nógu mikið til að maður gæti numið hvaða hljóðfæri væri verið herma eftir. Tónlistin hins vegar versnaði mikið við þetta. Hvað er hallærislegra en gervistrengir í popplagi? Eða gerviflauta? O.s.frv.

Gamla góða tölvupoppssándið hefur samt aldrei dáið, alltaf skotið upp kollinum af og til, í tekknóinu, drömmennbeisinu og öllu þessu sem ég man ekki einu sinni hvað heitir. Og elektróklassið sem nú þykir svalast af öllu svölu sækir mikið í þennan tíma. Nýjasta dellan hjá mér er sænska systkinadúóið The Knife, þau Olof Dreijer og Karin Dreijer Andersson. Það sem getur gert tölvupopp svo heillandi er samspil mannsraddarinnar og vélræns undirleiksins. Ég held að þessar andstæður hafi m.a. gert það að verkum að Human League varð svona vinsæl á sínum tíma, undirleikurinn var kuldalegur og framandi, en yfir krúnaði Phil Oakey með fagurlega farðað andlit hulið til hálfs af dökkum haddi. Allavega, The Knife. Þau systkyn leika sér talsvert með mannsröddina, Karin syngur og röddin er meðhöndluð eins og hvert annað hljóð, dimmar raddir eru t.d. hennar rödd í hægri spilun o.s.frv. Útkoman er heillandi. Þessi lög eru búin að vera á ripít hjá mér undanfarið. Þau koma öll af nýjustu plötu þeirra, Silent Shout.
The Knife - Silent Shout
The Knife - Marble House
The Knife - Forest Families
Þekktasta lagið þeirra (kannski ekki þekkt, en alveg séns að fólk hafi heyrt það) er þetta hér. Reyndar þekktast í flutningi José Gonzales, þess flinka trúbadúrs.
The Knife - Heartbeats
José González - Heartbeats

þriðjudagur, ágúst 22

vont en það versnar

Þetta er vont. Alveg skelfilega vont. Svo vont að það er verra en vont. Viðkvæmu fólki er ráðið frá því að horfa og hlusta á þessa skelfingu.

sunnudagur, ágúst 20

uppgötvanir á menningarnótt

  1. Það er betra að byrja daginn snemma. Við feðgar kíktum í bæinn upp úr kl. eitt og gengum upp og niður Laugaveginn. Villtumst óvart inn í glænýja mexíkóska búð, þar sem ég fékk tækifæri til að viðra spænskuna og keypti tortilla-mjöl og tortilla pressu. Þessi búð er æðisleg, frábærar vörur og vingjarnlegt starfsfólk, er á Laugavegi sjötíu og eitthvað, skáhalt á móti Landsbankanum. Drengurinn fékk Bionicle-kall og Gollum-brúðu (ekki þó í mexíkósku búðinni), og þegar klukkan var að verða fjögur var bærinn orðinn vel troðinn og okkur fannst fínt að fara þá bara heim. Nýbakaðar tortillapönnukökur í kvöldmatinn. Namminamm.
  2. Það eru svo mörg tónleikasvið í gangi og allir hækka í botn til að yfirgnæfa hina. Við héldum aftur í bæinn upp úr átta, hefðum betur mátt bíða með það. Tróðumst í gegnum miðbæinn með harmkvælum, tónlist að æra mann úr öllum áttum (kannski vantaði bara bjórinn til að deyfa skilningarvitin).
  3. Ég næ ekki hvað fólk sér við Baggalút. Þeir eru fyndnir á prenti (oft meira að segja mjög fyndnir), en sem tónlistarmenn eru þeir frekar leiðinlegir. Lögin óeftirminnileg og slöpp, þeir eru ekki góðir söngvarar, textarnir eru ekki eins fyndnir og þeir halda og það er hætt að vera fyndið að vera kántríhljómsveit (og ennþá ófyndnara að tönglast alltaf á "köntríi"). Ofmetin sveit, meira að segja ofmetnari en Sigur Rós.
  4. Flugeldar standa alltaf fyrir sínu. Það var líka gaman að sitja í rólegheitum á klöppunum við Sæbrautina og njóta herlegheitanna.

föstudagur, ágúst 18

lygi eða ekki lygi?

The al-Qaeda franchise will pour forth its bowl of pestilence and death. We know this because we've watched it countless times on TV and in the movies, just as our officials have done. Based on their behavior, it's reasonable to suspect that everything John Reid and Michael Chertoff know about counterterrorism, they learned watching the likes of Bruce Willis, Jean-Claude Van Damme, Vin Diesel, and The Rock (whose palpable homoerotic appeal it would be discourteous to emphasize).

It's a pity that our security rests in the hands of government officials who understand as little about terrorism as the Florida clowns who needed their informant to suggest attack scenarios, as the 21/7 London bombers who injured no one, as lunatic "shoe bomber" Richard Reid, as the Forest Gate nerve gas attackers who had no nerve gas, as the British nitwits who tried to acquire "red mercury," and as the recent binary liquid bomb attackers who had no binary liquid bombs.


Meira hér. Og þessi er býsna áhugaverð.

miðvikudagur, ágúst 16

ég er ekki frá Barcelona...

... en það eru þau ekki heldur. En skemmtileg eru þau og forsöngvarinn ægifagur. Það ku vera 25 manns í sveitinni, sem bendir til þess að það sé gaman í hljómsveitarpartíum. Ekki veit ég hvort allir spila á hljóðfæri, reyndar sagði á heimasíðunni þeirra þegar hún var enn á sænsku: "Allir spila á kasú þegar þess þarf". En það er greinilegt að allir syngja. Sænska hljómsveitin I'm from Barcelona og lagið We're from Barcelona, gjöriðisvovel:Annars ætla víst eigendur YouTube að safna saman öllum tónlistarmyndböndum sem gerð hafa verið og birta á vefnum. Fagna því allir góðir YouTube-fíklar.

sunnudagur, ágúst 13

tónleikarnir...

... með Morrissey sviku ekki, kallinn í miklu stuði, svitnaði mikið og fleygði alls fjórum sveittum skyrtum út í salinn. Ég sat sem betur fer í hæfilegri fjarlægð. Ólíkt mörgum tónleikagestum fílaði ég upphitunarkvendið (sjá hér), skemmtilega biluð goth-pía þar á ferð. Tilgerð er fín ef hún er nógu hávaðasöm (og í hæfilegum skömmtum). Ef Morrissey hefði sagt við mig fyrir tónleikana að ég mætti bara velja eitt Smithslag, hefði ég valið þetta hér fyrir neðan. Þið getið þá líklega ímyndað ykkur gleði mína þegar tónleikarnir hófust á því:Þá er bara að bíða eftir næstu tónleikum. Á ekki von á að verða fyrir vonbrigðum:

miðvikudagur, ágúst 9

wishful thinking

Ég bað um óskalag á tónleikunum hjá Joönnu Newsom í vor. Og hún spilaði það og söng, ekki þó uppi á þaki (en kannski úti á þekju). Nýja platan hennar kemur út 14. nóvember, afmælisdaginn minn. Tilviljun?

Óskalagið mitt var þetta héddna: