miðvikudagur, ágúst 16

ég er ekki frá Barcelona...

... en það eru þau ekki heldur. En skemmtileg eru þau og forsöngvarinn ægifagur. Það ku vera 25 manns í sveitinni, sem bendir til þess að það sé gaman í hljómsveitarpartíum. Ekki veit ég hvort allir spila á hljóðfæri, reyndar sagði á heimasíðunni þeirra þegar hún var enn á sænsku: "Allir spila á kasú þegar þess þarf". En það er greinilegt að allir syngja. Sænska hljómsveitin I'm from Barcelona og lagið We're from Barcelona, gjöriðisvovel:Annars ætla víst eigendur YouTube að safna saman öllum tónlistarmyndböndum sem gerð hafa verið og birta á vefnum. Fagna því allir góðir YouTube-fíklar.

Engin ummæli: