sunnudagur, ágúst 13

tónleikarnir...

... með Morrissey sviku ekki, kallinn í miklu stuði, svitnaði mikið og fleygði alls fjórum sveittum skyrtum út í salinn. Ég sat sem betur fer í hæfilegri fjarlægð. Ólíkt mörgum tónleikagestum fílaði ég upphitunarkvendið (sjá hér), skemmtilega biluð goth-pía þar á ferð. Tilgerð er fín ef hún er nógu hávaðasöm (og í hæfilegum skömmtum). Ef Morrissey hefði sagt við mig fyrir tónleikana að ég mætti bara velja eitt Smithslag, hefði ég valið þetta hér fyrir neðan. Þið getið þá líklega ímyndað ykkur gleði mína þegar tónleikarnir hófust á því:Þá er bara að bíða eftir næstu tónleikum. Á ekki von á að verða fyrir vonbrigðum:

Engin ummæli: