laugardagur, september 23

Rakst á rithöfund uppi í Þjóðarbókhlöðu. Settumst yfir kaffibolla og spjölluðum um menningarskort á Íslandi, hann kvartaði yfir bókamarkaðinum og ég yfir kvikmyndageiranum. Báðir ætlum við að gefa út verk nú í haust og vetur (ég fer kannski bráðum að lýsa heimildarmyndinni. Og gefa dæmi). Það er einhver hausttregi í loftinu. Veit ekki af hverju, kannski af því að íbúðin mín er í rúst vegna þess að ég er að myndast við að leggja parket á stofugólfið (og mér er farið að þykja hættulega þægilegt að hafa sjónvarpið inni í svefnherbergi...). Kannski er ástæðan sú að það er líklega sama hvað maður lætur frá sér, það er tölfræðilega frekar ólíklegt að það eigi eftir að skipta nokkurn mann nokkru einasta máli. Ég held að hann fari að rigna með kvöldinu.

Og í takt við tregann þá er hér tregafull syrpa. Ýtið á play-takkann við hliðina á laginu til að spila. Eins getið þið notað Streampaddinn hérna til hliðar til að spila allt klabbið í einni bunu.

Yann Tiersen La Dispute (Third Eye Foundation Mix)
Tom Waits Tom Traubert's Blues
John Cale Andalucia
Seu Jorge Life On Mars
Velvet Underground & Nico I'll Be Your Mirror
Geoff Farina Only Yellows
Isobel Campbell & Mark Lanegan The False Husband
Tom Waits Poor Edward
Susanna and the Magical Orchestra Love Will Tear Us Apart

föstudagur, september 22

... y huele a sulfre todavía...

Það var ekki bara hvað hann sagði, heldur hvernig hann sagði það. Mér hefur reyndar ekki tekist að finna ódöbbaða útgáfu, en hér er þetta:Hann er kannski popúlisti, en heldur vildi ég hafa hann en Bush ef ég þyrfti að velja.

miðvikudagur, september 20

rútína og grábjörn í baði

Svona er dagleg rútína hjá litla tónlistarfíklinum: Loggar sig inn á netið, lítur yfir rss-strauma af öllum mp3 bloggunum, hlustar á ca. 20-30 lög. Ef einhver hljómsveit vekur forvitni er flett upp í Hæpmaskínunni og hlustað á fleiri lög. Kíkir á Pitchfork. Ef eitthvað vekur forvitni er aftur flett upp í Hæpmaskínunni. Skoðaðar síður listamanna og hlustað á fleiri lög. Flestir listamenn eru með mæspeissíður og þar eru enn fleiri lög. Ef eitthvað vekur nógu mikla athygli er kannski skoppað út í Smekkleysubúð og keyptur diskur eða lögin keypt á Emusic.

Verð að viðurkenna að þessi fíkn verður pínuþreytandi á köflum. Sérstaklega þegar ekkert merkilegt er að gerast og allir einhvern veginn eins. Svo kemur inn á milli eitthvað lag eða hljómsveit eða listamaður sem gerir þetta þess virði. T.d. þessir:

Grizzly Bear heita þeir, nýbúnir að gefa út plötu, Yellow House, og gáfu út aðra, sína fyrstu, fyrir nokkrum árum. Hér eru þeir staddir inni á einhverju baðherbergi í lítilli íbúð í París. Og spila og syngja. Hugsanlega er þetta svalasta vídeó sem ég hef séð.Lagið heitir "Shift" og er af fyrstu plötu þeirra, Horn of Plenty. Hér eru tvær aðrar útgáfur af sama lagi, sú fyrri er upprunalega útgáfan og sú seinni tekin um læf á Kexp útvarpsstöðinni í USA:

Grizzly Bear - Shift
Grizzly Bear - Shift

Nýja platan er líka æði. Hér eru tvö lög af henni. Fyrra lagið er víst eftir langömmusystur söngvarans, vals sem saminn var 1930 og þeir félagar bjarga frá gleymsku.

Grizzly Bear - Marla

Grizzly Bear - Knife

Og hér ráfa þeir félagar um götur Parísar og syngja síðasttalda lagið (Parísardaman kannast kannski við sig):Já, og smá bónus. Hér taka þeir gamalkunnugt lag:

Grizzly Bear - Owner of a Lonely Heart

sunnudagur, september 17

11. september...

2001 var ég staddur í Madrid. Um morguninn fór ég í haustpróf í kvikmyndaskólanum og gekk vel. Ég var skotinn í stelpu og gekk mér því út í sólina eftir prófið og hringdi í hana af því að hún hafði látið eitthvað undarlega við mig. Hún sagði mér að fara til fjandans (löng saga). Þar sem þetta var í fyrsta skipti sem stúlka hefur sagt mér að fara til fjandans (og það á spænsku) þá var ég frekar sjokkeraður, enda annálaður herramaður og kurteis við kvenfólk. Fór heim til mín, þar var tekið á móti mér með þeim fréttum að það hefði orðið slys í New York. Horfði svo á allt sjónarspilið og fannst það ríma ágætlega við tilfinningalega líðan mína. Svona getur maður verið sjálfmiðaður. Daginn eftir flaug ég heim. Það tók 14 tíma. Týndi ferðatöskunni á leiðinni og hún hefur ekki sést síðan.

Tek það fram að ég og vinkona mín urðum aftur vinir, en aldrei par (ég var að spá í að láta löngu söguna flakka, en held að þessi útgáfa sé betri).

föstudagur, september 15

trebbi stróð á stönduÞetta er bráðfyndið. Eitthvað hafa spænsk hermálayfirvöld ofmetið ástandið í Líbanon. Af einhverjum ástæðum kusu þeir að fljúga ekki með friðargæsluliðið sitt þangað, heldur ákváðu þeir að sigla að ströndum Líbanon og ganga á land eins og sönnum hetjum sæmir. Á baðströnd Rest hótelsins í suðurhluta landsins. Ekki fylgir sögunni hvort baðstrandargestir hafi orðið hvekktir eða hvort spænsku soldátarnir hafi orðið hissa. Allavega virðist sætu stelpunni á myndinni vera frekar skemmt. Kannski vildu þeir bara sýna sig aðeins. Sameina vinnu og skemmtun. Hver veit.miðvikudagur, september 13

hvað ef...

Pixies hefði verið dúvopp-kvartett? Hvað ef Jimi Hendrix hefði samið Vamos? Og hvað hefði Prince gert við Hey?

TV on the Radio - Mr. Grieves
Matthew's Celebrity Pixies Covers - Jimi Hendrix sings Vamos
Matthew's Celebrity Pixies Covers - Prince sings Hey

Annars er TV on the Radio að koma með nýja plötu, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma verðu snilldin ein. Getið hlustað á eitthvað með þeim hér.

þriðjudagur, september 12

the power of editing, baby!

Þetta er fallegt. Það ku vera heil bókmenntagrein á netinu sem snýst að megninu til um hopp og hí þessara föngulegu pilta. Og uppmjó eyru eru sexí.

sunnudagur, september 10

hvernig ætli það sé að drepa mann?

Er eitthvað óeðlilegt við þessa spurningu? Er eitthvað óeðlilegt við það að fólk velti dauðanum fyrir sér, sérstaklega ungt fólk sem er að uppgötva sjálft sig og lífið og allar þær sensasjónir sem því fylgir. Hvernig ætli það sé að deyja? Hvernig ætli það sé að drepa einhvern? Ég hef örugglega velt þessu einhvern tímann fyrir án þess að sú hugsun beinist að neinum sérstökum og ekkert óeðlilegt við það, hluti af því að vera lifandi og vita að maður sjálfur og aðrir í kringum mann eru dauðlegir og að markalínan á milli lífs og dauða er örmjó. Það er okkur eðlislægt að hugsa af og til um endimörk tilverunnar. Flestir hugsa þó ekkert frekar um þetta og snúa sér að öðru, aðrir skrifa kannski sögu eða ljóð eða leikrit út frá þessari hugsun. Svo er alltaf séns á að einhver stígi yfir markalínuna og ákveði að prófa þetta í reynd.

Samt fæ ég á tilfinninguna að fréttamönnum finnist það aðalmálið í fréttum um piltinn ógæfusama sem stakk annan mann í bakið, að honum skyldi hafa dottið þetta í hug. Að honum langaði að prófa að drepa mann, ekki það að hann hafi reynt það. Ekkert annað kemur fram um hvað í ósköpunum var í gangi. Og sálfræðingar, sem virðast hættir að vita nokkurn skapaðan hlut í sinn haus, blaðra um tölvuleiki og sjónvarp, án þess að nokkurn tímann komi fram hvort drengurinn spilaði tölvuleiki eða ekki. Aðalmálið virðist semsagt vera að pilturinn hugsaði þessa hugsun, að það sé óeðlilegt að unglingur hugsi um dauða sinn eða annarra. Hugsunin er lögð að jöfnu við verknaðinn. Ef þú hugsar um að drepa mann ertu morðingi. Ef þú hugsar um að sprengja hús ertu hryðjuverkamaður. Ekki hugsa, þá verður allt í lagi með þig. Fyrir vikið birtist pilturinn okkur sem einhliða skrýmsli, en við erum engu nær um hann sem manneskju.

Óhugnaðurinn birtist ekki í hugsuninni og ekki nema að hluta til í verknaðinum. Hann birtist fyrst og fremst í því að markalínan hefur verið rofin, í siðblindunni og skorti á samlíðan sem þarf til að fremja slíkt verk. Við erum minnt á að aðrir geti ákveðið að stíga yfir línuna af yfirlögðu ráði. Öryggi okkar er ógnað. En erum við virkilega orðin svo innilokuð í okkar verndaða hugmyndaheimi að við sjáum þetta ekki lengur sem öfgakennt og sjúklegt en í sjálfu sér mannlegt viðbragð við lífinu, heldur sem eitthvað ómannlegt eða dýrslegt? Ég finn þó mest til með foreldrum drengsins, sérstaklega þegar umræðan fer að snúast um skort á aga og slæmt uppeldi, án þess að nokkurn tímann komi fram hvernig uppeldi drengsins var háttað.