sunnudagur, september 17

11. september...

2001 var ég staddur í Madrid. Um morguninn fór ég í haustpróf í kvikmyndaskólanum og gekk vel. Ég var skotinn í stelpu og gekk mér því út í sólina eftir prófið og hringdi í hana af því að hún hafði látið eitthvað undarlega við mig. Hún sagði mér að fara til fjandans (löng saga). Þar sem þetta var í fyrsta skipti sem stúlka hefur sagt mér að fara til fjandans (og það á spænsku) þá var ég frekar sjokkeraður, enda annálaður herramaður og kurteis við kvenfólk. Fór heim til mín, þar var tekið á móti mér með þeim fréttum að það hefði orðið slys í New York. Horfði svo á allt sjónarspilið og fannst það ríma ágætlega við tilfinningalega líðan mína. Svona getur maður verið sjálfmiðaður. Daginn eftir flaug ég heim. Það tók 14 tíma. Týndi ferðatöskunni á leiðinni og hún hefur ekki sést síðan.

Tek það fram að ég og vinkona mín urðum aftur vinir, en aldrei par (ég var að spá í að láta löngu söguna flakka, en held að þessi útgáfa sé betri).

Engin ummæli: