laugardagur, september 23

Rakst á rithöfund uppi í Þjóðarbókhlöðu. Settumst yfir kaffibolla og spjölluðum um menningarskort á Íslandi, hann kvartaði yfir bókamarkaðinum og ég yfir kvikmyndageiranum. Báðir ætlum við að gefa út verk nú í haust og vetur (ég fer kannski bráðum að lýsa heimildarmyndinni. Og gefa dæmi). Það er einhver hausttregi í loftinu. Veit ekki af hverju, kannski af því að íbúðin mín er í rúst vegna þess að ég er að myndast við að leggja parket á stofugólfið (og mér er farið að þykja hættulega þægilegt að hafa sjónvarpið inni í svefnherbergi...). Kannski er ástæðan sú að það er líklega sama hvað maður lætur frá sér, það er tölfræðilega frekar ólíklegt að það eigi eftir að skipta nokkurn mann nokkru einasta máli. Ég held að hann fari að rigna með kvöldinu.

Og í takt við tregann þá er hér tregafull syrpa. Ýtið á play-takkann við hliðina á laginu til að spila. Eins getið þið notað Streampaddinn hérna til hliðar til að spila allt klabbið í einni bunu.

Yann Tiersen La Dispute (Third Eye Foundation Mix)
Tom Waits Tom Traubert's Blues
John Cale Andalucia
Seu Jorge Life On Mars
Velvet Underground & Nico I'll Be Your Mirror
Geoff Farina Only Yellows
Isobel Campbell & Mark Lanegan The False Husband
Tom Waits Poor Edward
Susanna and the Magical Orchestra Love Will Tear Us Apart

Engin ummæli: