miðvikudagur, september 20

rútína og grábjörn í baði

Svona er dagleg rútína hjá litla tónlistarfíklinum: Loggar sig inn á netið, lítur yfir rss-strauma af öllum mp3 bloggunum, hlustar á ca. 20-30 lög. Ef einhver hljómsveit vekur forvitni er flett upp í Hæpmaskínunni og hlustað á fleiri lög. Kíkir á Pitchfork. Ef eitthvað vekur forvitni er aftur flett upp í Hæpmaskínunni. Skoðaðar síður listamanna og hlustað á fleiri lög. Flestir listamenn eru með mæspeissíður og þar eru enn fleiri lög. Ef eitthvað vekur nógu mikla athygli er kannski skoppað út í Smekkleysubúð og keyptur diskur eða lögin keypt á Emusic.

Verð að viðurkenna að þessi fíkn verður pínuþreytandi á köflum. Sérstaklega þegar ekkert merkilegt er að gerast og allir einhvern veginn eins. Svo kemur inn á milli eitthvað lag eða hljómsveit eða listamaður sem gerir þetta þess virði. T.d. þessir:

Grizzly Bear heita þeir, nýbúnir að gefa út plötu, Yellow House, og gáfu út aðra, sína fyrstu, fyrir nokkrum árum. Hér eru þeir staddir inni á einhverju baðherbergi í lítilli íbúð í París. Og spila og syngja. Hugsanlega er þetta svalasta vídeó sem ég hef séð.Lagið heitir "Shift" og er af fyrstu plötu þeirra, Horn of Plenty. Hér eru tvær aðrar útgáfur af sama lagi, sú fyrri er upprunalega útgáfan og sú seinni tekin um læf á Kexp útvarpsstöðinni í USA:

Grizzly Bear - Shift
Grizzly Bear - Shift

Nýja platan er líka æði. Hér eru tvö lög af henni. Fyrra lagið er víst eftir langömmusystur söngvarans, vals sem saminn var 1930 og þeir félagar bjarga frá gleymsku.

Grizzly Bear - Marla

Grizzly Bear - Knife

Og hér ráfa þeir félagar um götur Parísar og syngja síðasttalda lagið (Parísardaman kannast kannski við sig):Já, og smá bónus. Hér taka þeir gamalkunnugt lag:

Grizzly Bear - Owner of a Lonely Heart

Engin ummæli: