mánudagur, október 30

afsakið á meðan ég æli

Já, ekki var lýsingin falleg. Strákur pissar á stelpu. Oj bara. Og þetta er alveg frétt svosem, hafi fólk smekk fyrir slíku. Þegar ég horfði á fréttina í sjónvarpinu varð ég hneykslaður, ég hló upphátt og varð svo reiður. Ekki út af efninu, heldur helvítis fréttamanninum. Hvers konar fífl er maðurinn (horfið á fréttina á rúv til að vita um hvern ég er að tala)?

Sko, í fyrsta lagi. Piss er frekar ógeðslegt, sérstaklega úr öðru fólki. Og mig langar ekkert til að láta pissa á mig. Sem kemur málinu nákvæmlega ekkert við. Greinilega var fréttamaðurinn yfir sig hneykslaður og fannst þetta ógeðslegt. Og ekkert að því. En hann gerði það sem hann á ekki að gera í sínu starfi: Hann ákvað að slá sig til riddara og hneykslast frammi fyrir alþjóð á kostnað fólks sem hann hefur aldrei séð og aldrei talað við.

Eins og ég segi, ef einhverjir vilja stunda sína list með þvagláti er það barasta allt í lagi. Mig langar að vísu ekki til að fylgjast með því, en það er líka mitt mál. Og fólkið (ég ætlaði að skrifa krakkarnir, en þetta eru nefnilega engir krakkar) gerði þetta heldur ekkert á almannafæri heldur í skólastofu og voru ekki að bögga neinn. Verri hlutir hafa eflaust gerst inni í svefnherbergjum góðborgara þessa lands. En fréttamaðurinn var hneykslaður, það var greinilegt. Að slíkt skuli viðhaft í skólum landsins og sem hluti af námi þótti honum greinilega ekki boðlegt. Svo hneykslaður að hann ákvað að hætta að vera hlutlaus fréttamaður að flytja frétt. Og þá kom að því þegar ég hló upphátt:

Í niðurlaginu sagði fréttamaðurinn eitthvað á þá leið að fréttastofan hefði rætt við tugi leikara og leikstjóra sem hefðu sagt að fólk á fyrsta ári í leiklistarnámi, hvorki persónulega né faglega, hefðu engar forsendur til að framkvæma slíkan gjörning. Halló?!! Er ekki allt í lagi með þetta fólk? Í fyrsta lagi: fólk í þessu námi (þetta var víst ekki leiklistarnám heldur leikhúsfræði, ef ég heyrði rétt) er fullorðið fólk. Það er eldra en tuttugu ára. Mörg eru nær þrítugu en tvítugu. Þau mega kjósa. Þau mega detta í það. Þau eru lögríða. Auðvitað geta þau tekið ákvörðun um það hvort á þau sé migið eða ekki í listrænni sköpun. Það kemur málinu ekkert við hvort þau séu á fyrsta ári í leiklist eða síðasta ári í myndlist eða bara alls ekkert í námi. Fólk fer ekki í leiklistarskólann til að læra "hvað megi ganga langt í list sinni". Til þess notar það heilbrigða skynsemi. Um leið og listamenn láta einhverja teprulega smáborgara segja sér hvað megi og megi ekki á það bara að hætta þessu brasi. Djöfuls bull. Get a life! Og fréttamaðurinn má gjarnan bara skrifa lesendabréf í moggann næst þegar honum verður svona mikið niðri fyrir. Ef hann vill að fólk taki mark á honum sem fréttamanni, þ.e.a.s.

Og ef þetta átti að vera einhvers konar áfellisdómur yfir leiklistarskólanum, þá má benda á að búningsklefar íþróttafélaganna hafa löngum verið gróðrarstía eineltis og ógeðs í gegnum tíðina. Sem er miklu verra en þetta, svona ef einhverjum dettur í hug að fara að hengja bakara fyrir smið. Og hana nú.

þriðjudagur, október 24

saga á bak við myndina?

bannertýpaminni.jpg

Þessir frábæru snillingar, Steinþór, Siggi og Guðjón, bjuggu allir saman á Tjaldanesheimilinu í Mosfellsdal. Nú eru þeir fluttir á mölina. Þeir verða umfjöllunarefni heimildarmyndar sem kemur fyrir augu landsmanna einhvern tímann um eða uppúr áramótum. Annar snillingur, Björn Margeir, tók ljósmyndina. Heimildarmyndin er langt komin og virðist ætla að verða alveg ágæt. Ég veit það ekki, ég kann ekki að dæma um eigin verk. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað heimildarmyndin heitir, vegna þess að ég veit það ekki sjálfur.

P.S. Ef þið fáið brilljant hugdettu að nafni megið þið alveg skilja eftir komment. Skal bjóða þeim sem býður best á frumsýningu.

mánudagur, október 23

krúttíbúttí

Ég er í einhverju krúttstuði, kannski eftir skemmtilega helgi, kannski af því næsta vika verður helguð syni mínum, kannski af því að mér tókst loksins að klára að leggja parket á stofuna hjá mér. Hver svo sem ástæðan er færi ég ykkur þessa tímalausu snilld:

Theme from Fraggle Rock

Og til að bæta gráu ofan á svart (eða sætu ofan á krútt) þá kenndi Sesame Street börnum að telja svona:

Pointer Sisters - Pinball Number Count

Og ef þetta er ekki alveg búið að drepa ykkur þá er þetta svo yfirgengilega krúttlegt að það hálfa væri nóg:En til að vinna aðeins á móti þessari helvítis væmni kemur hér smá dæmi um það sem fram fer baksviðs í EuroDisney í París. Eru börnin ykkar nokkuð að horfa? Ef svo er then you've got some explaining to do:

sunnudagur, október 22

airwaves

Jæja þá er erveifs búið. Best að gera upp herlegheitin. Þið sem engan áhuga hafið getið þá bara hætt að lesa núna. Næs míting ja!

Allavega. Miðvikudagurinn var rólegur, sá Retro Stefson og Diktu. Retro voru skemmtileg og eiga örugglega eftir að batna. Diktu var ég ekkert að fíla of vel. Búinn að heyra aðeins of margar svona Coldplay/Muse/Radiohead hljómsveitir sem taka sig of alvarlega.

Fimmtudagurinn var öllu skemmtilegri. Byrjaði á Mates of State, þau voru fín svo langt sem það náði. Ég hef ekki hlustað mikið á þau, og þau voru ekki mikið að reyna að ná sambandi við áhorfendur. Samt er ég búinn að vera með Fraud in the 80's á heilanum eftir tónleikana.

Mates of State - Fraud in the 80's

Þaðan skaust ég á Nasa og náði Lay Low, sem var frábær. Hugsa að nýi diskurinn hennar lendi í safninu bráðum. Á leiðinni til baka á listasafnið skaust ég inn á Gaukinn og hlustaði á 2-3 lög með Skakkamanage. Þau voru ekki alveg að virka fyrir mig. Mér finnst diskurinn fínn, en þarna voru þau búin að bjóða einhverjum helling af vinum sínum upp á svið (m.a. Benna Hemm og Örvari í Múm) og þetta virkaði allt frekar of kaótískt. Kannski batnaði það þegar á leið, ég missti þá af því. Næst voru Tilly and the Wall sem voru ansi skemmtileg og skrýtin. Skrýtna elementið var steppdansarinn sem sló taktinn. Tónlistin er einfalt singalong-popp sem svo mjög er vinsælt um þessar mundir. Kannski ekkert sem snýr heiminum á hvolf, en skemmtilegt engu að síður. Og stelpurnar í bandinu voru sætar.

Tilly and the Wall - Sing Songs Along

Næst var það Nasa. Reykjavík! voru frábærir, hef aldrei séð þá læf fyrr en það var vel þess virði. Metric voru næst. Ég er ekkert of hrifinn af þeim en þau komu á óvart, voru mun rokkaðri en ég bjóst við. Reyndar voru þau alltof mikið að leika rokkstjörnur og Emily söng og pósaði mest fyrir ljósmyndarana framan af en reyndi ekkert að ná sambandi við áhorfendur. Svo gleymdu þau sér í lokalaginu, Dead Disco, og þá fór þetta að virka fyrir alvöru, fídbakk og læti. Love is All kláruðu, ég er frekar svag fyrir svona krúttpönki auk þess sem saxófónleikarinn er bráðfyndinn náungi. Nördalegur sláni, hann reyndi að kasta hristunni sinni tvisvar sinnum upp í loft og tókst í hvorugt skiptið að grípa hana, í fyrra skiptið lenti hún í ljósmyndaragryfjunni og í það seinna í hausnum á söngkonunni. Skemmti mér allavega vel.

Föstudagurinn var útpældur. Mætti snemma á Gaukinn og ætlaði aldeilis ekki að missa af Wolf Parade. En þegar á leið og staðurinn fór að fyllast gafst ég upp og fór yfir í Listasafn. Sem var ekkert verra. Apparat var að klára þegar ég kom, þeir eru alltaf flottir. Jakobínarína voru næstir. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé þá á tónleikum og þeir voru fáránlega skemmtilegir. Ekki veit ég hvernig þeir fara að þessu, tónlistin er frekar einhæf til lengdar, og söngvarinn getur varla talist lagvissasti maður í heimi. En það er eitthvað kaos, eitthvað ungæðislegur bjánagangur sem heldur þessu öllu saman. Minnir að ég hafi fengið sömu tilfinningu fyrir Botnleðju þegar ég sá þá einu sinni þegar þeir voru að byrja. Go! Team voru næst og ollu ekki vonbrigðum. Þau reyndu ekki að halda öllum sömplunum sínum til haga en bættu í hávaðann og úr varð einhvers konar blanda af Sonic Youth hávaðavegg og klappstýrusöng. Hið besta mál.

Eftir það kíktum við aðeins á Grand og náðum nokkrum lögum með Gavin Portland. Fór svo með ghostdog jr. og Hjálmari yfir á Þjóðleikhúskjallarann til að sjá Trost. Vissi ekki neitt um hana og því kom hún skemmtilega á óvart. Tónlistin einhvers konar blanda af þýskum kabarett, Morricone og Nick Cave og söngkonan, Trost, mætti á svið með rauðvínsflöskuna í hendi og drakk af stút. Hún prílaði upp á borðin og reyndi að draga míkrafóninn með sér sem hljóðmaðurinn var ekkert of hrifin af og toguðust þau á um míkrófónsnúruna áhorfendum til skemmtunar. Svo datt hún yfir hátalarana á sviðinu og þegar rauðvínið var búið rændi hún bjór af einum áhorfanda. Þess á milli söng hún lög og sagði undarlegar sögur á milli um presta og hunda í ástralíu sem standa á nestiboxum þar til þeir deyja. One classy lady.

Trost - I Was Wrong

Laugardagurinn byrjaði á íhugun og rólegheitum í Fríkirkjunni, þar sem Jóhann Jóhannsson flutti nokkur verk ásamt strengjakvartett. Magnaður flutningur í alla staði, en ég er líka mikill aðdáandi Jóhanns.

Jóhann Jóhannsson - The Sun's Gone Dim and the Sky's Turned Black

Um kvöldið staldraði ég við á Iðnó og náði nokkrum lögum með Sigga Ármanni. Hef ekki séð hann spila áður, hafði heyrt nokkur lög en að sjá hann flytja þau á sviði var frekar magnað, á afar lágstemmdan hátt. Úlpa var næst, þeir voru flottir að vanda (hvað sem greipvæn segir), reyndar mátti finna fyrir einhverju óöryggi hjá þeim. Walter Meego voru ekkert að heilla mig. Þeir reyna að vera einhvers konar blanda af Ratatat og Hot Chip, en tekst ekki alveg. Bestir voru þeir í síðasta laginu, þá gleymdu þeir sér og duttu í hreint teknó. Hefðu mátt gera meira af því. Benny Crespo's voru góð að vanda, verulega þétt og flott. Að vísu finnst mér þau detta aðeins of oft í eitthvað prog-dúllerí á milli laga og kaflaskiptingarnar oft óþarfar. Gætu alveg orðið besta band landsins ef þau þróast eins og ég vil að þau þróist ;) Og Lovísa má gera meira af því að syngja, flott söngkona. Eftir Benny stikuðum við Hjálmar upp í Þjóðleikhúskjallara og náðum í skottið á Hjaltalín. Þau voru býsna skemmtileg og verður gaman að sjá hvað kemur frá þeim. Einhver Þursa/Spilverksfílingur í gangi. Mr. Silla & Mongoose voru næst og satt að segja varð ég fyrir pínulitlum vonbrigðum, kannski vænti ég of mikils. Þessi blanda þeirra, elektrónískt grúf og blúsaður söngur, kemur oft mjög vel út og dæmið gengur t.d. algerlega upp í Ten Foot Bear. Hins vegar fór það oft svo í öðrum lögum að þau fundu gott grúv og Silla söng blúsaða melódíu yfir, en svo gerðist ekkert meir, eins og þau vissu ekki alveg hvert þau væru að fara með þessu. En þau eiga eflaust eftir að verða betri. Kannski er þetta angi af því sem er svolítið áberandi í íslensku indípoppi: það þykir ekki kúl að semja lög, heldur vera mínímalískur og grúví. Halda kúlinu en hafa svo ekkert að segja. Eða hvað?

Mr. Silla & Mongoose - Ten Foot Bear

Næstu tveir listamenn voru algjör andstæða við þetta: frábærir lagahöfundar og ófeimnir við að vera einlægir og hafa eitthvað að segja. Ég heyrði fyrst í Jens Lekman í vor og platan hans nýja er búin að vera að síga hægt og rólega í kollinn á mér. Fallegar melódíur og skemmtilegir textar. Hann mætti einn á sviðið með lítinn kassagítar og tók þetta með trompi. Hann var einlægur og fyndinn, mikið sjarmatröll, sagði fyndnar sögur á milli laga og hafði áhorfendur í hendi sér allan tímann. Ekki sakaði að Erlend Öye söng með og spilaði á feiktrompet í einu lagi og Benni Hemm Hemm spiluðu með í síðasta laginu, öllum að óvörum. Eftir Lekman var ég sannfærður um að þetta hefði verið hápunktur hátíðarinnar en það var nú öðru nær. Stígur á sviðið Patrick nokkur Watson og hljómsveit hans. Ekki vissi ég neitt um hann nema hvað hann væri frá Montreal, vinur Wolf Parade o.s.frv. Og hann átti kvöldið. Röddin ekki ósvipuð rödd Jeff Buckleys, en tónlistin ekki, sem performer er hann mjög innlifaður án þess að taka sig alvarlega og bandið var ótrúlega gott. Fyrir mér var Watson hápunkturinn, kannski voru aðrir tónleikar sem náðu sömu hæðum, en það er eitt að sjá hljómsveitir sem maður þekkir og annað að sjá hljómsveitir sem maður þekkir ekkert og ná samt að heilla mann.

Patrick Watson - Luscious Life

Allavega er ég mjög sáttur með Airwaves. Fyrir utan fíaskóið með Wolf Parade á Gauknum. Þvílíkt klúður var það.

fimmtudagur, október 19

loksins, loksins

Já, það var mikið. About fucking time. Fyrsta íslenska fjölþjóðlega hljómsveitin, Retro Stefson, lítur dagsins ljós. Uppgötvun gærkvöldsins á Airwaves. Þau eru líka kornung, meðalaldurinn ca. 15 ára, með minnsta bassaleikara í heimi (hann er örugglega ekki eldri en 13 ára en fáránlega góður) og afsprengi fjölmenningarumhverfisins í Austurbæjarskóla. About fucking time! Bergin sem þau eru brotin af ku vera angólsk, norsk, kanadísk og frönsk. Já, og íslensk. Og ekki nóg með það þá semja þau ridikjúlöslí katsí popplög. Jamm. Ég er allavega hérmeð hættur að hafa áhyggjur af ungu kynslóðinni. Þau munu gera þetta allt svo miklu miklu betur en við. Haldiði í alvöru að nokkur einasti þingmaður hafi kynnst persónulega innflytjendum eða afkomendum þeirra? Ég þori að fullyrða að svo er ekki. Sem er eiginlega alveg háalvarlegt mál. Burt með þetta pakk og leyfum unglingunum að taka yfir.

Retro Stefson - Medallion (MySpace)

laugardagur, október 14

flottasta samtal..

...kvikmyndasögunnar (eða sjónvarpssögunnar, þar sem þetta kemur úr seríunni Wire):

Tveir lögreglufulltrúar ganga inn í íbúð. Annar bregður á loft ljósmyndum af líki konu frá ýmsum sjónarhornum.

L1: Fuck (lítur á hinn) Motherfucker.

Hinn fer að borðinu og setur tösku sína frá sér og opnar hana.

L1: (raðar ljósmyndunum á gólfið) Oh fuck. Fuckin' fuck.

L2: (opnar skýrslur, þ.á m. er ljósmynd af líkinu) Fuck.

L1: (heldur áfram að raða ljósmyndunum og tuldrar í hálfum hljóðum) Ah, fuck. Fuck fuck fuck fuck fuck.

L2: (skoðar ljósmynd af líkinu) Fuck

L1: (teiknar hring í gólfið með tússpenna) Fuck.

L2: (bregður á loft málbandsrúllu, meiðir sig á henni) Fuck!

Þeir halda áfram að mæla út stefnu kúlunnar með hjálp málbandsins.

L1: Fuck.

L2: Oh, fuck.

L1: (áttar sig á skotgati í glugganum) My little fuck! (sér ummerki í gluggakistunni) Oh fuck. Oh fuck.

Þeir miða út stefnu kúlunnar, líta á hvorn annan og kinka kolli.

L1: Fuckety fuck fuck fuck fuck fuck

L2: Fucker. (leitar að ummerkjum á veggnum) Oh, fuck. Fuck fuck fuck fuck.

L1: (muldrar) Fuck, fuck, fuck.

L2 grípur eina ljósmyndina af gólfinu og bendir á vegsummerki. L1 áttar sig.

L1: Motherfucker

L2: (finnur skotgat á ísskápnum) Fuckin' A!

L1 finnur töng og þeir leita í gatinu.

L2: Fuck. (finnur kúluna og heldur henni á lofti) Motherfucker.

L1: (tekur við kúlunni og skoðar hana) Fuck me.

föstudagur, október 13

ennþá edrú...

Nei, ekki ennþá náð að verða fullur. Og veit ekki alveg hvenær það verður, núna er pabbahelgi og ég hef líklega ekki efni á því að fara á airwaves (sem hefði verið prýðisafsökun fyrir einu djammi eða svo). Auðitað gæti ég bara keypt mér viskífleyg og bjórkippu úti í ríki og setið heima og þjórað, but where's the fun in that? Eina huggunin í þessu öllu saman er að það er þó allavega ljóst að ég er ekki alkóhólisti.

föstudagur, október 6

kæri blogger...

...mig langar á fyllerí. Ekki veit ég hvenær, því þessi helgi fer í endalausa vinnu. En mig langar að detta í það og vakna svo þunnur og fara í bað. Maður verður jú að detta í það. Ekki dettur það í sig sjálft.

þinn vinur,
Gvendur

miðvikudagur, október 4

má maður vera með...

Þessi vantrúarumræða er orðinn einn allsherjar holtoghólablús. Og eins og alltaf þegar svona umræður verða í bloggheimum er ég á endanum búinn að lesa svo mikið af misgáfulegum og -kurteislegum skoðunum að ég nenni varla að hafa skoðun sjálfur. Enda finn ég mig í hvorugum hópnum. Ég trúi ekki á guð (nema kannski guð Spínósa) en finnst út í hött að skilgreina sjálfan mig sem trúleysingja, skilgreina mig út frá einhverju sem ég er ekki eða geri ekki. Og ég get ómögulega litið á "trúleysingja" sem þjóðfélagshóp, ekki frekar en ég lít á trúaða sem sérstakan þjóðfélagshóp. Reyndar er mér illa við þjóðfélagshópa, kann miklu betur við fólk. Hins vegar skil ég vel andúð á Þjóðkirkjunni, sagði mig enda úr henni fyrir löngu og vil aðskilja ríki og kirkju hið snarasta. Annars hefur gáfaðra fólk en ég sagt þetta betur en ég. T.d. þessi, sem er tvímælalaust gáfaðasta konan í Portland í Óregon (nei, ekki Storm Large...):
To be an atheist is to maintain God. His existence or nonexistence, it amounts to much the same, on the plane of proof. Thus proof is a word not often used among the Handdarata [einsetumenn á plánetunni Gethen], who have chosen not to treat God as a fact, subject either to proof or to belief: and they have broken the circle, and go free.
To learn which questions are unanswerable, and not to answer them: this skill is most needful in times of stress and darkness.
Ursula Le Guin, The Left Hand of Darkness.
Kannski má líka orða þetta svona: Ef guð er til er óþarfi að trúa á hann. Ef guð er ekki til er óþarfi að trúa á hann.

þriðjudagur, október 3

meho plaza

Þetta er nýjasta uppgötvunin. Ég veit lítið um þá, nema að þeir eru ammrískir (og hægt að hlusta á meira hérna). Af einhverjum ástæðum minnir þetta lag þeirra mig alveg óskaplega mikið á Major Tom með Peter Schilling. Læt það flakka líka, enda mikil snilld þar á ferð. Fallegur maður, hann Pétur.

Meho Plaza - The BeachAnnars ýmislegt í gangi. Hugleikur með dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og fimmtudagskvöld. Þúsari inn. Gul eða græn áskriftarkort gilda (ég er ekki að djóka!). Þar leik ég.

mánudagur, október 2

metal militia

Þegar ég var unglingur hataði ég þungarokk. Mér leiddist alveg óumræðilega þetta macho bull sem fylgdi, endalaust gítarrunk og þessir síðhærðu metalhausar voru hreint ótrúlega hallærislegir. Bara tvær hljómsveitir hafa náð að skríða eitthvað í gegnum þessa fyrirlitningarsíu: Iron Maiden og Pantera. Sem gerir það að verkum að ég var fyrst í dag að uppgötva hvað Kill 'Em All er mögnuð plata. Og ætla að hlusta á Ride The Lightning á eftir. Ég var þroskaður eftir aldri sem barn, en sá þroski er greinilega löngu uppurinn.