fimmtudagur, október 19

loksins, loksins

Já, það var mikið. About fucking time. Fyrsta íslenska fjölþjóðlega hljómsveitin, Retro Stefson, lítur dagsins ljós. Uppgötvun gærkvöldsins á Airwaves. Þau eru líka kornung, meðalaldurinn ca. 15 ára, með minnsta bassaleikara í heimi (hann er örugglega ekki eldri en 13 ára en fáránlega góður) og afsprengi fjölmenningarumhverfisins í Austurbæjarskóla. About fucking time! Bergin sem þau eru brotin af ku vera angólsk, norsk, kanadísk og frönsk. Já, og íslensk. Og ekki nóg með það þá semja þau ridikjúlöslí katsí popplög. Jamm. Ég er allavega hérmeð hættur að hafa áhyggjur af ungu kynslóðinni. Þau munu gera þetta allt svo miklu miklu betur en við. Haldiði í alvöru að nokkur einasti þingmaður hafi kynnst persónulega innflytjendum eða afkomendum þeirra? Ég þori að fullyrða að svo er ekki. Sem er eiginlega alveg háalvarlegt mál. Burt með þetta pakk og leyfum unglingunum að taka yfir.

Retro Stefson - Medallion (MySpace)

Engin ummæli: