miðvikudagur, október 4

má maður vera með...

Þessi vantrúarumræða er orðinn einn allsherjar holtoghólablús. Og eins og alltaf þegar svona umræður verða í bloggheimum er ég á endanum búinn að lesa svo mikið af misgáfulegum og -kurteislegum skoðunum að ég nenni varla að hafa skoðun sjálfur. Enda finn ég mig í hvorugum hópnum. Ég trúi ekki á guð (nema kannski guð Spínósa) en finnst út í hött að skilgreina sjálfan mig sem trúleysingja, skilgreina mig út frá einhverju sem ég er ekki eða geri ekki. Og ég get ómögulega litið á "trúleysingja" sem þjóðfélagshóp, ekki frekar en ég lít á trúaða sem sérstakan þjóðfélagshóp. Reyndar er mér illa við þjóðfélagshópa, kann miklu betur við fólk. Hins vegar skil ég vel andúð á Þjóðkirkjunni, sagði mig enda úr henni fyrir löngu og vil aðskilja ríki og kirkju hið snarasta. Annars hefur gáfaðra fólk en ég sagt þetta betur en ég. T.d. þessi, sem er tvímælalaust gáfaðasta konan í Portland í Óregon (nei, ekki Storm Large...):
To be an atheist is to maintain God. His existence or nonexistence, it amounts to much the same, on the plane of proof. Thus proof is a word not often used among the Handdarata [einsetumenn á plánetunni Gethen], who have chosen not to treat God as a fact, subject either to proof or to belief: and they have broken the circle, and go free.
To learn which questions are unanswerable, and not to answer them: this skill is most needful in times of stress and darkness.
Ursula Le Guin, The Left Hand of Darkness.
Kannski má líka orða þetta svona: Ef guð er til er óþarfi að trúa á hann. Ef guð er ekki til er óþarfi að trúa á hann.

Engin ummæli: