þriðjudagur, október 3

meho plaza

Þetta er nýjasta uppgötvunin. Ég veit lítið um þá, nema að þeir eru ammrískir (og hægt að hlusta á meira hérna). Af einhverjum ástæðum minnir þetta lag þeirra mig alveg óskaplega mikið á Major Tom með Peter Schilling. Læt það flakka líka, enda mikil snilld þar á ferð. Fallegur maður, hann Pétur.

Meho Plaza - The BeachAnnars ýmislegt í gangi. Hugleikur með dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og fimmtudagskvöld. Þúsari inn. Gul eða græn áskriftarkort gilda (ég er ekki að djóka!). Þar leik ég.

Engin ummæli: