mánudagur, október 2

metal militia

Þegar ég var unglingur hataði ég þungarokk. Mér leiddist alveg óumræðilega þetta macho bull sem fylgdi, endalaust gítarrunk og þessir síðhærðu metalhausar voru hreint ótrúlega hallærislegir. Bara tvær hljómsveitir hafa náð að skríða eitthvað í gegnum þessa fyrirlitningarsíu: Iron Maiden og Pantera. Sem gerir það að verkum að ég var fyrst í dag að uppgötva hvað Kill 'Em All er mögnuð plata. Og ætla að hlusta á Ride The Lightning á eftir. Ég var þroskaður eftir aldri sem barn, en sá þroski er greinilega löngu uppurinn.

Engin ummæli: