þriðjudagur, október 24

saga á bak við myndina?

bannertýpaminni.jpg

Þessir frábæru snillingar, Steinþór, Siggi og Guðjón, bjuggu allir saman á Tjaldanesheimilinu í Mosfellsdal. Nú eru þeir fluttir á mölina. Þeir verða umfjöllunarefni heimildarmyndar sem kemur fyrir augu landsmanna einhvern tímann um eða uppúr áramótum. Annar snillingur, Björn Margeir, tók ljósmyndina. Heimildarmyndin er langt komin og virðist ætla að verða alveg ágæt. Ég veit það ekki, ég kann ekki að dæma um eigin verk. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað heimildarmyndin heitir, vegna þess að ég veit það ekki sjálfur.

P.S. Ef þið fáið brilljant hugdettu að nafni megið þið alveg skilja eftir komment. Skal bjóða þeim sem býður best á frumsýningu.

Engin ummæli: