þriðjudagur, nóvember 28

það sem ég hef lært að undanförnu

Það getur komið sér vel að plögga hlutina sem maður er að gera á blogginu sínu. Doktorinn fær kærar þakkir fyrir að koma þessu öllu vel til skila. Hins vegar er myndin af mér ekkert spes. Eða ég asnalegur. Já, kannski frekar það. Og Reyðarfjörður lítur út eins og risastór Sundahöfn og risastór Straumsvík í einu stóru samkrulli. Í bakaleiðinni áttaði ég mig á því að það er þorp þarna í felum á bakvið. Súrrealískasti bær á landinu. Og það er alltaf gaman þegar vinir manns byrja að blogga, og ekki síður þegar þeir reynast svona líka skemmtilegir bloggarar. Það er nú svona það helsta, jájá. Og tékkiði á White noise hjá doktornum, þetta er helber snarkandi snilld.

þriðjudagur, nóvember 21

alas de mariposa"Careful with the candles on stage, 'cause this band's got wings" voru víst fyrirmælin sem bárust tónleikahöldurum frá Sufjan Stevens. Og Súffi og vængjaða hljómsveitin, Magical Butterfly Kite Brigade, byrjaði tónleikana á Majesty Snowbird og þá var bara hreint ekki aftur snúið. Glöggir lesendur átta sig vísast á því að Sufjan er ansi kvenlegur á myndinni hér að ofan, og ástæðan er sú að þetta er alls ekkert Sufjan, heldur Annie Clark, öðru nafni St. Vincent, sem hitaði upp fyrir kappann og spilaði svo með Sufjan. Stóð þá beint fyrir framan okkur þannig að það lá beint við að taka mynd af henni í ham. Svo er hún líka sæt. Reyndar tók ég ekki myndina heldur Grímsi gaur, sem er kominn með blogg.

En gæsahúðarmómentin voru ófá, John Wayne Gacy Jr. og Cashimir Pulaski áttu kannski heiðurinn að þeim stærstu. Og mikið er það skrýtið að maður skuli ekki geta fengið leið á Chicago sama hvað maður reynir.

miðvikudagur, nóvember 15

asperger

Það virðist vera í tísku að túlka líf liðinna snillinga upp á nýtt og greina þá með hin og þessi heilkenni. Mozart átti t.d. að hafa verið með Tourette og Asperger-heilkenni er ansi mikið í tísku líka sem skýring á snilligáfu. Nýjasta fréttin er að Þórbergur hafi líklega haft Asperger. Og tekið fram að þegar menn með Asperger giftist taki eiginkonan að sér móðurhlutverk og annist þá, þar sem þeir eigi þá sjálfir erfitt með að hugsa um hversdagsleg smáatriði. Ég ætla ekkert að rengja þessa niðurstöðu, hljómar alveg ágætlega sannfærandi. En þegar ég las þetta yfir morgunkaffinu rifjaðist það upp fyrir mér að ég hef bara heyrt minnst á karla með Asperger, aldrei er talað um konur með Asperger. Eru ekki til neinir kvenkyns snillingar sem gætu hafa haft Asperger? Kannski er þetta tilhneiging til að fegra hlut karla eins og Þórbergs og finna afsökun fyrir því af hverju hann var ekki duglegur í uppvaskinu, hver veit.

þriðjudagur, nóvember 14

ítalska...

er fyrir óperur, rússneska fyrir ættjarðarsöngva og finnska er fyrir kvartsöngva. En af því að ég kann ekki finnsku læt ég þau um það:

sunnudagur, nóvember 5

nice day for a ... white christmas

Ókei. Þetta er búið spil. Jólagjöfin í ár hefur birst mér eins og guð af himnum. Voilà:Ég er ekki að grínast. Hér má heyra sýnishorn. Ef ykkur leiðast fjölskylduboð um jólin er góð hugmynd að dreifa þessum gimsteini á meðal ættingja.

föstudagur, nóvember 3

Smá samkvæmisleikur skaðar engan...

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?
So, here’s how it works:
 1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
 2. Put it on shuffle
 3. Press play
 4. For every question, type the song that’s playing
 5. When you go to a new question, press the next button
 6. Don’t lie and try to pretend you’re cool…
Hér er niðurstaðan mín. Nokkuð vel heppnað, gæti jafnvel verið skemmtilegt verkefni að berja saman sögu í kringum þetta sándtrakk. Og þessu var stolið frá henni Skottu.
 1. Opening Credits: The Anguish of Space Time - Apparat Organ Quartet.
 2. Waking Up: Punk as Fuck - American Analog Set
 3. First day at school: Impossible - Figurine
 4. Falling in Love: Kool Thing - Sonic Youth (jamm jamm, kúl pía þetta)
 5. Fight Song: Trapped under Ice Floes (redux) - +/-
 6. Breaking Up: Ever Fallen in Love - Buzzcocks (alveg spot on)
 7. Getting Back Together: En Gallop - Joanna Newsom (hmm, lagið kannski, en textinn?)
 8. Wedding: Seremonia - Apparat Organ Quartet (sver það, svindlaði ekki)
 9. Birth of Child: 2000 - Claro Intelecto (þetta virðist vera frekar spúkí barn)
 10. Final Battle: I Need Some Fine Wine and You, You Need To Be Nicer - Cardigans
 11. Death Scene: Les hommes entre eux - Dominique A
 12. Funeral Song: Rayo de luna - Matia Bazar
 13. End Credits: Heroes - David Bowie
Gaman væri að sjá svipaðan lista frá einhverjum sem kemur úr allt annarri átt. Hildigunnur kannski?

fimmtudagur, nóvember 2

gáfaðar konur

Vil benda öllum á þetta. Og þetta. Jamm. Ég var búinn að skrifa heljarinnar komment hjá Tótu þegar vafrinn fraus. Langar að bloggar um þetta en veit ekki hvað verður af því. Nú er nefnilega fyrsti áratugurinn í lífi sonar míns að renna sitt skeið og kökubakstur á hug minn allan.

Annars var ég að spá hvað ég ætti að gera við síðasta pistil, finnst hann eitthvað hálfhjákátlegur. Ekki það að ég sé eitthvað búinn að skipta um skoðun á fréttinni sem var mjög illa unnin. En t.d. skilst mér að stúlkan hafi ekki vitað að atriðið myndi ganga svona langt, sem breytir öllu. Vitandi það finnst mér sumt í pistlinum mínum ekkert sérstaklega viðeigandi, en ég er á móti því að fegra fortíðina, þetta er búið og gert.