þriðjudagur, nóvember 21

alas de mariposa"Careful with the candles on stage, 'cause this band's got wings" voru víst fyrirmælin sem bárust tónleikahöldurum frá Sufjan Stevens. Og Súffi og vængjaða hljómsveitin, Magical Butterfly Kite Brigade, byrjaði tónleikana á Majesty Snowbird og þá var bara hreint ekki aftur snúið. Glöggir lesendur átta sig vísast á því að Sufjan er ansi kvenlegur á myndinni hér að ofan, og ástæðan er sú að þetta er alls ekkert Sufjan, heldur Annie Clark, öðru nafni St. Vincent, sem hitaði upp fyrir kappann og spilaði svo með Sufjan. Stóð þá beint fyrir framan okkur þannig að það lá beint við að taka mynd af henni í ham. Svo er hún líka sæt. Reyndar tók ég ekki myndina heldur Grímsi gaur, sem er kominn með blogg.

En gæsahúðarmómentin voru ófá, John Wayne Gacy Jr. og Cashimir Pulaski áttu kannski heiðurinn að þeim stærstu. Og mikið er það skrýtið að maður skuli ekki geta fengið leið á Chicago sama hvað maður reynir.

Engin ummæli: