miðvikudagur, nóvember 15

asperger

Það virðist vera í tísku að túlka líf liðinna snillinga upp á nýtt og greina þá með hin og þessi heilkenni. Mozart átti t.d. að hafa verið með Tourette og Asperger-heilkenni er ansi mikið í tísku líka sem skýring á snilligáfu. Nýjasta fréttin er að Þórbergur hafi líklega haft Asperger. Og tekið fram að þegar menn með Asperger giftist taki eiginkonan að sér móðurhlutverk og annist þá, þar sem þeir eigi þá sjálfir erfitt með að hugsa um hversdagsleg smáatriði. Ég ætla ekkert að rengja þessa niðurstöðu, hljómar alveg ágætlega sannfærandi. En þegar ég las þetta yfir morgunkaffinu rifjaðist það upp fyrir mér að ég hef bara heyrt minnst á karla með Asperger, aldrei er talað um konur með Asperger. Eru ekki til neinir kvenkyns snillingar sem gætu hafa haft Asperger? Kannski er þetta tilhneiging til að fegra hlut karla eins og Þórbergs og finna afsökun fyrir því af hverju hann var ekki duglegur í uppvaskinu, hver veit.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Asperger-heilkenni er 5-10 sinnum algegnara hjá karlkyninu! það ætti að útskýra ýmislegt auk þess að þetta eru menn frá þeim tímum sem kvenkynið var haft í bakgrunninum