þriðjudagur, nóvember 28

það sem ég hef lært að undanförnu

Það getur komið sér vel að plögga hlutina sem maður er að gera á blogginu sínu. Doktorinn fær kærar þakkir fyrir að koma þessu öllu vel til skila. Hins vegar er myndin af mér ekkert spes. Eða ég asnalegur. Já, kannski frekar það. Og Reyðarfjörður lítur út eins og risastór Sundahöfn og risastór Straumsvík í einu stóru samkrulli. Í bakaleiðinni áttaði ég mig á því að það er þorp þarna í felum á bakvið. Súrrealískasti bær á landinu. Og það er alltaf gaman þegar vinir manns byrja að blogga, og ekki síður þegar þeir reynast svona líka skemmtilegir bloggarar. Það er nú svona það helsta, jájá. Og tékkiði á White noise hjá doktornum, þetta er helber snarkandi snilld.

Engin ummæli: